Pastrana í bílslysi

Í nótt missti Travis Alan Pastrana stjórn á nýju svörtu Corvettunni sinni með þeim afleiðingum að hann lenti á stóru eikartréi.  Áreksturinn var það harður að vélin kastaðist út úr bílnum og segja þarlend yfirvöld að engin leið sé að átta sig á hvaða bíltegund þetta var.

Flogið var með Pastrana í þyrlu til næsta sjúkrahús þar sem hann var talinn mjög alvarlega slasaður en ekki í lífshættu

Vélhjólasport á RÚV

Í kvöld kl: 23:55 er þátturinn Vélhjólasport á dagskrá Sjónvarpsins. Sýnt verður frá fyrstu umferð Íslandsmótsins í Moto Cross sem fram fór á glæsilegri braut við Ólafsvík á laugardaginn.

Sýnt verður lítillega frá unglingaflokki en meistaraflokki og B flokki gerð góð skil.  Þátturinn er 20 mínútur af adrenalíni og spennu en gesta þulur er Ingi McGrath of the North.

Vélhjólasport er endursýnt á laugardaginn eftir tímatökur í Formula 1 kappakstrinum.

Nýjar myndir

Glænýjar og geggjaðar myndir er komnar inn á www.hondaracing.is frá motocrosskeppninni á Ólafsvík og enduro-inu á Klaustri.  Þessu má enginn missa af!

Næsta endúrókeppni

Ég var að koma frá því að skoða væntanlega keppnisbraut í Enduro 21 júní í landi Grettis „hins góða“. Brautin er um 20 km norður frá Hellu og heitir Svínhagi. Til að komast þangað er framhjá Hellu þar til komið er að skilti sem stendur á Gunnarsholt (þjóðveg 264). Þar er beygt til vinstri og ekið í um 10 km þar til komið er að öðru skilti sem stendur á Næfurholt (þjóðveg 268). Þar er aftur beygt til vinstri og ekið 15 km síðar eru menn komnir í Svínhaga.

Grettir „hinn góði“ sýndi mér landsvæðið sem hann vill leyfa að keppnin verði á og er ég farinn að halda að þessi braut toppi allt sem gert hefur verið í Endurokeppnum til þessa (meira að segja Ketilás 1998). Brautin verður um 15 km löng og að mestu á grónu landi með ótrúlegum hólum, hliðarhalla, brekkum, ám , lækjum og gilum. Nánast engin drulla og nánast ekkert grjót er í brautinni. Brautin verður hröð á köflum og það mjög hröð, en á móti því koma torfær gil og hægfara hliðarhalla-brekkur.

Um næstu helgi á að leggja brautina og verður öll sú hjálp sem hægt er að fá vel þegin. Það þarf að rífa niður girðingu þar sem ræsing verður og er það nokkurt verk, einnig þarf að útbúa salernisaðstöðu á pitt og á tjaldsvæðinu en hún er hluti af greiðslu frá VÍK til Grettis fyrir afnot af landinu. Grettir „hinn góði“ mun svo kynna hvar má hjóla á landareign hans í framtíðinni. Nú þegar er búið að gera ágætis crossbraut þarna sem verið er að æfa í nánast daglega. Þá er bara að stefna á útilegu um næstu helgi og mæta með góða félagsandann, góða skapið, hamar, nagla, sög, töng eða naglbít og fyrir þá sem mæta verður það launað með því að í reglunum um endurokeppnir segir meðal annars „ekki má nema með sérstöku leyfi frá keppnisstjórn aka keppnisbraut fyrir keppni“. Þessi klausa verður svo nýtt í lok dags fyrir þá sem koma að vinnu í þágu klúbbsins. Fyrir þá sem eiga fjórhjól og pallbíla eru sérstaklega velkomnir því brautin er óvenju löng og ómögulegt er að rogast með allar stikurnar inn í brautina fótgangandi. Hjörtur keppnisstjóri.

Úrslit frá Ólafsvík 2003

Björnsson, Gunnlaugur Karlsson, Aron Ómarsson og Aðalheiður Birgisdóttir sem voru sigurvegarar dagsins, en ekki má gleyma hástökkvara dagsins Bjarna Bærings sem oft leiddi A flokkinn.

Óhætt er að segja að skipulagning keppnisstjórnar hafi verið frábær. Núna var keppt í fyrsta sinn í 4 flokkum, þar sem tímataka réði rásröðun. Með tímatökunni má segja að sé komin keppni í keppnina. Menn höfðu áhyggjur að of mikill tími færi í að hafa alla þessa flokka og tímatökur. En keppnisstjórnin sýndi að við Ísl. getum þetta líka. Jóhannes Sveinbjörnsson (Jói Kef) er vaxandi þulur og á eftir að verða ennþá betri. Tímatakan í A flokk gekk ekki sem skildi og einn mjög mikilvægur starfsmaður kom of seint, yfir þessi atriði þarf keppnisstjórn að leggjast yfir til að læra af og bæta kerfið. Heimamenn í Ólafsvík eiga heiður skilinn. Að undanskilinni frábærri braut skipulögðu þeir nú pittinn og áhorfenda svæðið mjög vel. Vill undirritaður Þakka þeim ólsörum Svani, Rúnari og keppnisstjórn fyrir frábæra keppni. Nú er bara að sjá hvort norðan menn standi sig eins vel og Ólsarar þann 5. júlí á Ólafsfirði.

Lesa áfram Úrslit frá Ólafsvík 2003

Íslandsmótið í motocrossi

Íslandsmótið í motocross virðist ætla að fara af stað með miklum látum. 62 keppendur eru skráðir til leiks og hefur annað eins ekki sést síðan crossarar urðu vatnskældir.

Alls eru 16 skráðir í unglingaflokk þar af tvær stelpur sem er í fyrsta skipti sem fleiri en ein keppir í einu. Ljóst er að spennan í stelpuflokknum verður mikil.

Rétt er að láta fjölskylduna fjölmenna á svæðið og fylgjast með tilþrifunum.

Keppendur eru beðnir um að kynna sér vel dagskrá dagsins, allt frá mætingu og fram eftir degi. Nokkrar breytingar hafa orðið og ljóst er að tveir keppendur mun falla úr Meistaradeild niður í B-deild svo tímatökurnar eiga eftir að skipta máli. Svo er rétt að geta þess að unglingaflokkarnir eru tveir þ.e. minni og stærri. Miðað er við 12-13 ára í minni flokknum og 14 til 17 ára í stærri en einhverjar undantekningar eru þó á þessu meðan verið er að slípa til reglurnar.

Smá leiðrétting var gerð á skráningu en einn keppandi var færður úr B yfir í Meistaradeild.  Góða skemmtun.  Stjórnin

Bolalada