Fyrir þá sem lifa í þeirri blekkingu að þurfa að endurnýja fákinn á hverju ári, því þróunin er svo ör; Smellið á eftirfarandi link og meðtakið boðorðið „Older Maicos are Better than KTM´s“ kv. Heimir Barðasson.
TM 70hp sprengja
TM „Racing“ SMX 450 og 570 eru næstum tilbúin. Þessi hjól eru sérstaklega aflmikil og segir framleiðandi þau vera sett saman úr sérvöldum hlutum. 570 hjólið á að vera 70 hestöfl. Nú er bara að bíða og sjá hvort Viggó verði á svona græju í sumar.
Miklar breytingar
Ótrúlegur fjöldi hefur nú þegar breytt keppnisnúmeri sínu. Margir sem voru með tveggja stafa númer fengu sér þriggja stafa númer og þeir sem voru með hærri númer voru ekki lengi að grípa tækifærið og fá sér lægri númer.
Sumum er nákvæmlega sama hvaða númer þeir eru með. Sumir vilja fá eins lág númer og hægt er og aðrir einhver flott númer eða númer sem hafa einhverja merkingu. Allar samstæður, 222, 333, 444… 999 eru teknar. Husaberg eigandi er líklega kominn með 501, flugstjóri með 757. KTM eigendur eru komnir með 520 og 525. 450, 440, 500, 300 og 200 eru einnig gengin út. Enn eru tæplega 800 númer á lausu en skiptimarkaðnum lokar á hádegi á sunnudaginn.
Gróska í vefnum
Nýjar vefsíður, síður einstaklinga og liða spretta fram þessa dagana. Af því nýjasta má nefna Heimasíða vélhjóla og vélsleðamanna á Húsavík, Icemoto.tk, Team Galfýr og Team KFC. Fjölmargir hafa endurbætt vefi sína og má þar nefna Sniglana.
Af netföngum margra má ráða að Mr. Pastrana senior hafi verið einn af þeim fyrstu til að nýta sér 3 daga „Wet Wild Night Live Reykjavik Tour“ ferðirnar sem Icelandair auglýsti í bandarískum fjölmiðlum fyrir um 14 árum. Flestir þessara ungu hæfileikaríku ökumanna bera „jú“ hans eftirnafn!
Númerin breytast
Númerin halda áfram að breytast og er vefurinn að fá reglulega sendan nýjan númeralista. Í staðinn fyrir að birta frétt þess efnis þá verður út þessa viku og fram á sunnudag, listinn látinn vera sem linkur, undir „Á döfinni“. Á síðastliðnum 14 klst hafa borist 34 umsóknir um ný númer. Farið er eftir reglunni, „Fyrstir koma, fyrstir fá“.
Uppfærð keppnisnúmer
Fresturinn til að breyta keppnisnúmerum rennur út næstkomandi sunnudag, 26 janúar á hádegi. Nú þegar hafa nokkrir breytt um númer. Stjórn VÍK vill koma eftirfarandi á framfæri.
- 1. Sendið tölvupóst sem er eins og sagt er í leiðbeiningunum (sjá leiðbeiningar og ný númer.)
- 2. Ekki biðja um „eitthvað númer“
- 3. Ekki biðja um númer sem einhver annar hefur.
- 4. Hægt er að skipta á númerum ef báðir aðilar samþykkja og láta vita í tölvupóstum.
- 5. Þeir sem sendu tölvupóst fyrir umsóknarfrest þurfa að senda aftur. Þeir sem sendu fyrirspurn um „eitthvað númer“ þurfa að skilgreina númerið.
- 6. Lesið reglurnar
kv. / Stjórn VÍK