Skiptimarkaðurinn opnaði í dag á hádegi. Nú, 6 klst. síðar hafa 15 keppendur valið sér annað númer en það sem VÍK úthlutaði þeim. Fresturinn til að velja sér nýtt númer eða skipta við einhvern rennur út á hádegi, sunnudaginn 26 janúar.
Með þessum breytingum hefur losnað um eitthvað af tveggja stafa númerunum.
Númeraskipti
Númeraskipti byrja á morgun sunnudag klukkan 12. Allir sem sent hafa póst fyrir þann tíma þurfa að gera það aftur. Hvort sem þeir eru að biðja um breytingu eða nýtt númer. Fyrstur kemur fyrstur fær en allir verða að byrja á sama tíma…
Kv. Stjórn VÍK
Ísinn er kominn
Eins og flestir á suðvestur horni landsins vita þá er búið að vera frost undanfarna daga. Hjörtur Líklegur sendi vefnum neðangreinda tilkynningu í morgunn.
Fór í ískönnunarleiðangur í morgun og var ísinn á Leirtjörn 9 cm, en ekki nema 4-5 cm á Hvaleyrarvatni. 9 cm ís ætti að vera nóg til að vera á hjóli á ísnum, en ekki nógu sterkur fyrir bíla. Líklegur
Keppnisnúmerin eru komin
Eins og mönnum er kunnugt samþykkti stjórn VÍK nýtt fyrirkomulag á númerakerfi s.l. vor og kemur það nú til framkvæmda. Fyrirkomulagið er ferils-númerakerfi sem er byggt á AMA kerfinu í USA og FIM kerfinu í GP-inu.
|
Íslandsmót í MX og Enduro
Vefnum barst bréf frá Jóni H. Magnússyni í JHM Sport. Þær athugasemdir sem hann setur fram eiga fullt erindi inn á borð hjá VÍK, að mati vefsins. Eftir að hafa lesið yfir bréfið frá Jóni tvisvar, þá kýs vefurinn að birta bréfið, óbreytt, þar sem það á fullt erindi til allra.
„Ég var að velta fyrir mér í sambandi við Íslandsmótin í Mótócross og Enduró hvenær þau munu byrja. Var að skoða síðustu ár og sá að þau hafa byrjað í byrjun Maí, að mínu áliti er það alltof snemmt. Skólar eru ekki búnir, nemendur á fullu í prófum, keppendur ekki komnir í æfingu, frost ekki farið úr jörð, osf. Finnst mér að stjórn eigi að taka tillit til þessara aðstæðna þegar hún útbýr keppnisalmanakið fyrir 2003. Finnst reyndar ágætt að hefja sumarið á Klausturs keppninni, þar fá keppendur upphitun og æfingu fyrir Íslandsmótin. Annað sem mér finnst vera komið út í öfgar en það er blessuð liða keppnin. Menn virðast alveg hafa gleymt því að þetta eru einstaklings keppnir. Það eru einstaklingar á verðlaunapallinum en ekki lið. Auðvitað er gaman að menn skuli stofna lið til að keppa saman í Íslandsmótinu en liðakeppnin á ekki að vera aðalatriðið heldur einstaklingurinn. Þetta stefnir í að verða algjör vitleysa menn æfa í felum hver í sínu horni búa til móral gegn hvor öðrum og hætta jafnvel að tala saman. Þetta var betra þegar menn æfðu saman og lærðu hver af öðrum, spjölluðu saman og höfðu gaman af þessu. Auðvitað er miklu skemmtilegra að sjá pittinn með öllum þessum tjöldum og liðs trukkum en það var áður án þeirra. Þetta á að byggjast upp á að hafa gaman að hlutunum og skemmta sér saman. Kveðja Jón Magg. JHM Sport„
Samkeppni á ísnum
Hingað til hafa einungis motocross / enduro hjól verið á ísnum. Almennt séð 40-55 hestöfl. Við íslendingar lifum við tryggingaofbeldi þar sem tryggingafélögin krefjast tæplega 600þúsund króna í iðgjald á ári. Baráttan um afslátt er hörð og þeir sem hingað til hafa verið fastir á götunni eru fljótir að skila inn númerunum eftir sumarið. Hafi þeir á annað borð komið hjólinu á númer. Götuhjólið safnar síðan ryki mestan hluta ársins. Við enduro og motocross menn leggjumst aldrei í dvala. Eigendur götuhjólana þurfa nú að hrista af sér slenið og skrúfa sín 80+ hestöfl ofan í ísinn.