Sýsli vs. Mótorhjól

Grein úr mogganum

VÍR menn vilja koma því á framfæri að ekki er komið leyfi frá Sýslumanni og Broadstreat brautin því ekki opin.  Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu og fjallar hún um stofnun VÍR og leyfisveitingu Bæjarráðs Reykjanesbæjar.  Leyfi Bæjarráðs gildir til 17 október 2005.
Mál þetta, þ.e. leyfi til aksturs á Broadstreat er búið að hanga í lausu lofti í um 2 ár.  Aldrei hefur staðið á bæjaryfirvöldum (landeiganda) en sýslumaður, eða fulltrúi sýslumanns á Reykjanesi virðist eiga erfitt með að veita leyfi af einhverjum ástæðum.  Er það synd, þar sem vélhjóla íþróttafélög í öðrum bæjarfélögum hafa aldrei verið í vandræðum eftir að leyfi landeiganda liggur fyrir.  Sýslumenn um allt land veita leyfi fyrir akstursíþróttakeppnum, brautum og æfingasvæðum.  Í dag er til fjöldinn allur af brautum víðsvegar um landið og ásamt því þá eru haldnar á annan tug motocross, enduro og íscross keppna á ári.

Vefurinn þakkar þeim sýslumönnum sem eru starfandi norðan og austan við 64 01.623N og 022 06.692W.  Án þeirra, þá væri þessi íþrótt stunduð í bakgörðum íbúa en ekki á afmörkuðum, til þess gerðum brautum.
Vefurinn er ekki lögfróður en kemst ekki hjá því að sjá smá skynsemi í að smala hjólunum úr fjöllunum og inn á afmarkaðan sandkassa.

GM

Klaustur

Enn eru um fjórir mánuðir í keppnina á Klaustri.  Nú þegar hafa um 70 manns skráð sig í keppnina.

Kaldidalur – skýrsla

Vefnum var að berast stutt skýrsla frá Petri Gunnarssyni.

Ég fór Kaldadalinn í gær og var færið fínt fyrir ískross-dekk.  Frostföl á syðri helming og smá snjór á nyðri helming.  Ég hélt mig mikið til í hjólförum jeppa-manna á veginum, sem var „challenge“ út af fyrir sig að reyna að fylgja öllum hlykkjunum.  Ég athugaði líka tjarnir á Uxahryggjum (við Lundareykjadals-afleggjara) og þar vantar bara herslumuninn að ís verði vel hjól-heldur. Svo líklega ætti frost í vikunni að redda málinu.  Kveðja, Pétur.

Ungliða-lið

Svo virðist sem baráttan milli umboða sé að dreifa úr sér.  Í dag eru einungis tveir titlar í boði fyrir keppnislið.  Enduro og motocross.  Suzuki reið á vaðið og stofnaði ungliða-lið.  Vefurinn telur ýmislegt benda til þess að a.m.k. tvo önnur umboð séu að fylgja í kjölfarið.  Allt virðist því benda til þess að til viðbótar því að unglingarnir keppi innbyrðis þá verða þeir flestir í liðum.  Þessi þróun er frábær og verður vonandi til þess að unglingarnir flykkjast á skipulagðar æfingar og keppnir.

Nuddari og Reikimeistari

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson er nýlega kominn til landsins eftir tveggja ára nám erlendis.  Námið snerist um djúp-vöðva og bandvefsnudd ásamt liðlosunum.  Er hann að koma sér fyrir hérna á Íslandi í rólegheitunum.
Til viðbótar við námið erlendis afrekaði hann að æsa upp fulltrúa sýslumanns ásamt lögregluembættið í Keflavík í apríl í fyrra þegar lögreglan hóf aðgerðir í Gullbringusýslu og stöðvaði allar bifreiðir með hjól á kerru.  Nokkrum mánuðum síðar mætti hann hinsvegar til Íslands og bað fulltrúa sýslumanns persónulega afsökunar.  „Reddaði“ skriflegu leyfi fyrir akstri í motocross braut VÍR manna og kom boltanum aftur af stað fyrir Suðurnesjamenn.
Aðspurður um ástæður fyrir náminu sagði hann, að til viðbótar við áhuga á efninu þá væri hann búinn að slasast mikið í gegnum tíðina og að sér hefði ekki fundist nuddarar gera það sem hann þurfti á að halda hverju sinni.
Eftir eitt óhappið og endurhæfingu í kjölfarið þá ákvað hann að láta verða af náminu.
Er hann því sestur hinum meginn við borðið og segir að reynsla sín af því að hafa handleggsbrotnað, viðbeinsbrotnað nokkrum sinnum, fótbrotnað, rifbeinsbrotnað, úlnliðsbrotnað, slitið liðbönd og þar á meðal öll þrjú liðböndin í öxlinni á sama tíma ásamt fleirum meiðslum.  Gengið í gegnum stífar endurhæfingar til að geta sest sem fyrst aftur upp á hjólið og tekið þátt í æfingum og keppnum.  Þá geri þetta hann næmari fyrir sjúklingnum.  Segir hann að hann hafi miklu meiri tilfinningu fyrir því hvernig tilfinning sjúklingsins er og reynsla sín af hjólamennskunni og sínum eigin slysum nýtist að fullu.
Hægt er að ná sambandi við Jóhanns Tryggva í síma 848-5338.

Hörku stemmning á Champions

Yfir 40 manns voru mættir í gærkvöldi á Champions til að horfa á supercrossið.  Myndaðist hörku stemming og skemmtu menn sér vel.

Bolalada