Yfir 40 manns á Supercross

Dúndur þáttaka er í Minneapolis ferðinni á SuperCrossið 15. febrúar.  Rúmlega 40 manns eru búnir að staðfesta og er enn smá möguleiki að bæta við sætum.  Farið er út 13. feb. á fimmtudegi og flogið heim 17. feb. á mánudagskvöldi og lent í Keflavík á þriðjudagsmorgunn.  Keppnin fer fram 15. feb. og opnar Metrodome höllin kl. 12:30 fyrir æfingar en „showið“ er frá kl. 19:00 til 22:15. Hópur manna er frá Ólafsvík og ætla þeir á NBA körfuboltaleik á föstudags eða sunnudagskvöldið.  Allir aðal gaurarnir frá Selfossi eru búnir að skrá sig ásamt fjölda góðra manna og kvenna.
Ef þið ætlið ekki að missa af þessu er möguleiki til mánudagsins 13. jan. að staðfesta í ferðina.  Allar nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla S:586-2800 og 893-2098

Suzuki! Lið framtíðarinnar?

Suzuki er þessa daga að tefla fram lang yngsta og þar af leiðandi lang efnilegasta liði motocross og enduro sögunnar á Íslandi. Þetta lið skipa ekki minni menn enn:

  • Arnór Hauksson Suzuki RM 125cc 14 ára.
  • Aron Pastrana Ómarsson Suzuki RM 85cc 14 ára.
  • Freyr Torfason Suzuki RM 85cc 12 ára.

Liðsstjóri Torfi Hjálmarsson (aldur ekki gefin upp).
4 maðurinn er á leiðinni. Hann mun líklegast keyra Suzuki RM 85cc. Þessir kappar eru framtíð sportsins á Íslandi. Það er fullt af öðrum ungum bráðefnilegum og áhugasömum drengjum sem hafa áhuga á að keppa í liði. Því vill ég hvetja ykkur til að hóa saman þessum drengjum og styðja þá í sportinu. Kv. Þór Þorsteinsson

Freestyle á Sýn

Þátturinn FASTRAX verður sýndur á miðvikudagskvöldum á Sýn í allan vetur. Í kvöld kl. 10.00 verða sýndar ca. 10 mín. af ELF AIRWAR 2 frá Sheffield England sem er freestyle mx. Þeir sem hafa aðgang að Sýn mega ekki missa af þessu.

Ævintýraheimur Jakobs

September 2003 ræðst hann á Skandinavíu, Eystrasaltslöndin, Evrópu, yfir Afríku og þvera Sahara. Áætlanir gera ráð fyrir að ferðin taki allt að fimm mánuði.
Meðan aðrir fara ferðir á SuperCross í USA… í endurteknar æfingabúðir í Svíþjóð… þvert yfir USA… þá af ofangreindu er það ekki spurning að Jakob Þór stefnir í að verða krýndur ævintýra-kóngur hjólamanna fyrir árið 2003… nema hann komi til baka í niðursuðudósum… íblandaður hýenukjöti Zengelmanna.
Jakob Þór heldur úti frábærri vefsíðu og eru allar nánari upplýsingar inn á www.simnet.is/geokobbi

Supercross ferð til Minneapolis

28 manns er skráðir í 4 daga ævintýraferð á SuperCross sem fram fer í Minneapolis 15. febrúar. Hópurinn fer utan á fimmtudeginum 13. feb. kl. 16:50 og gistir í miðbæ Minneapolis á Millenium Hótelinu. Keppnin fer fram á laugardagskvöld 15. feb. og hefst kl: 19:00 og stendur til 22:15 einnig er möguleiki til að fylgjast með æfingum á laugardeginum frá kl: 13:00 Keppnin er haldin í Metrodome höllinni sem er rétt hjá hótelinu og má reikna með u.þ.b. 70.000 manns. Íslendingahópurinn flýgur svo heim á mánudeginum 17. feb. kl. 18:55 og lendir í Keflavík að morgni 18. feb. Enn er smá möguleiki að bætast í hópinn en verðið er 56.160,- á mann miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug + flugvallarskattar og hótel í 4 nætur. $35 kostar svo á keppnina. Nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla í síma 586-2800 og 893-2098

Stuðningur frá Siv

Á frumsýningarhátíð Bílabúðar Benna á Cannondale síðastliðinn mánuð lýsti Siv Friðleifsdóttir ráðherra yfir fullum stuðningi við okkur torfæruökumenn í baráttunni fyrir úthlutuðu æfingasvæði.
Vefurinn hefur orðið þess áskynja eftir áreiðanlegum heimildum að hún hafi ekki bara verið að blása í götótta blöðru. Hefur hún talað máli okkar við hina ýmsu stjórnmálamenn / bæjarfulltrúa og með sama áframhaldi mun framganga hennar vera okkur ómetanleg.
Út frá, þó ekki væri nema umhverfissjónarmiðum, þá munu lömbin koma sjálfviljug af fjöllum og inn á lokað, viðurkennt æfingasvæði.

Bolalada