McGrath hættur!

Samkv. www.cyclenews.com er það staðfest að kallinn er búinn á því!
ST

Enduroefnisfræði 101

Enduroefnisfræði 101

Eftir Jakob Þór Guðbjartsson (uppfært 27.12.2002 )

Hlífðarföt fyrir mótorhjólafólk hafa tekið miklum beytingum á undanförnum
áratugum. Nú er ekki eingöngu hægt að vera í leðri, heldur bjóða
framleiðendur upp á mikið úrval öryggisfatnaðar úr gerfiefnum. Fjöldi þeirra
gerfiefna sem eru á markaðnum í dag hleypur á hundruðum, ef ekki þúsundum og því má
ætla að gæðin séu æði misjöfn.

Öryggisfatnaður kemur ekki í veg fyrir beinbrot, heldur ver húðina fyrir bruna- og
svöðusárum.

Enduroefnisfræði 101 er ætlað að opna augu mótorhjólafólks fyrir þeirri staðreynd að
vefnaðarvara er ekki bara vefnaðarvara, leður er ekki bara leður og að ekki er kálið sopið
þó í ausuna sé komið. Með því að þekkja hugmyndafræðina á bak við notkun
öryggisefnana og virkni þeirra aukast líkurnar á að við kaupum öryggisfatnað sem þjónar
réttum tilgangi. Lesa áfram Enduroefnisfræði 101

(H)jólakveðjur

Vefurinn óskar öllum hjólamönnum gleðilegra jóla. Ekki er kominn nákvæmur tími á áramótafund AÍH en hann verður haldinn í skála Hafnarfjarðabæjar við Hvaleyrarvatn upp úr hádegi. Ekki fáum við frostið en allir fá þó félagsskapinn af hvor öðrum. Allir verða velkomnir en nánari upplýsingar berast eftir jólahátíðina.

Þorlákshöfn

Allur akstur í nágrenni Þorlákshafnar er stranglega bannaður nema með leyfi landeiganda. Borið hefur á því undanfarið að menn hafi hópast þangað í leyfisleysi og jafnvel án þess að bera neina virðingu fyrir landinu. Örfáir hafa hjólað þarna og þá með leyfi landeiganda. Hafa þeir borið sig þannig að hlutunum að eigendur landsins og aðrir náttúru unnendur hafa skilið sáttir við. Landeigendur eru hinsvegar komnir á það stig að hætta algjörlega að leyfa akstur, jafnvel þó svo óskað sé eftir leyfi með fyrirvara og akstrinum skynsamlega hagað. Vefurinn hefur því verið beðinn um að koma því áleiðis að allur akstur er stranglega bannaður.

Husqvarna fréttir frá 4

Aríð 2000 urðu miklar breytingar á Husqvarna línunni. Ég hef persónulega séð fjórgengishjólin í akstri og keppnum og fullyrði að hér eru á ferðini hjól sem skara frámúr, sérstaklega í Enduro. Heimsmeistaratitilar í endúró segja allt sem þarf að segja. Fjárhagsvandræði hafa því miður verið bölvun á fyrirtækinu og ekki sér enn fyrir endan á þeim. Paul Edmundson sem var aðalstjarna Husqvarna í fyrra hyggst því miður segja skilið við Husky og bendir allt til þess að kallinn keyri um á bláu hjóli næsta ár. Hefur hann gefið það út að flutningurinn hjá Husqvarna tengist í engu hjólunum sjálfum, heldur fjárhagsvanda Husky. Herma sögur að líklega verði keppnisliðið minnkað um helming fyrir 2003. Það gerðist svo ekki alls fyrir löngu að miklar rigningar urðu til þess að ítölsku verksmiðjurnar urðu fyrir barðinu á flóðum og tefur það framleiðsluna fyrir 2003 enn frekar. Já það á ekki af ítölunum að ganga. Þess má svo til gamans geta að á næsta ári fagnar Husqvarna 100 ára afmæli sínu. Verður ýmislegt fróðlegt gert í tilefni þess og geta áhugasamir skoðað það á heimasíðum Husky. Að lokum eru hér upplýsingar um nýjustu dísilhjólin (stolið frá ADB).
4

330 manns í frumsýningarveislu Cannondale

Lokuð frumsýningarveisla var haldin í húsakynnum Bílabúðar Benna s.l. laugardagskvöld. Var þar margt um manninn og reyndar miklu fleiri en nokkur átti von á. Jólagjöfin frá Bílabúð Benna var Ljóshraða-serían 2002 á VCD-diski. Bjarni Bærings stýrði hófinu og Jói „Bærings“ sá um grafísku hliðar gleðinnar. Benedikt Eyjólfsson kynnti til sögunnar Cannondale umboðið ásamt öðrum tengdum torfæruhjólavörum sem Bílabúð Benna mun verða með. Frú Umhverfisráðherra og bifhjólakona, Siv Friðleifsdóttir, steig á stokk og lýsti yfir fullum stuðningi við okkur torfæruökumenn í baráttunni fyrir úthlutuðu æfingasvæði. Hún hafði unnið heimavinnunna vel, talað við rétta aðila í kerfinu og kom Heimi og Hákoni í samband við öfluga áhrifamenn. Bindum við miklar vonir við þennan öfluga stuðningsmann okkar. Siv endaði mál sitt með því að svipta hulunni af nýja X440 krossaranum. Veitingar voru fram bornar af forkunnarfögrum ofurfyrirsætum og mjöðurinn rann niður digurlega barka ökumanna meðan hjólin voru tekin út og gæðaprófuð af sjálfskipuðum sérfræðingum kvöldsins. Eftir fjörugt kvöld og dillandi gleði tók alvara lífsins við hjá ansi mörgum – bjarga leigubíl niður í miðbæ og skella sér aftast í biðraðir öldurhúsa borgarinnar, í beljandi rigningunni…!!! Bjarni Bærings.

Bolalada