Dulkóðun – Leynifundir

Vefstjóri þagði eins og steinninn. Eftir heitt símtal þar sem snúið var upp á báðar hendur á vefstjóra til að fá uppgefið hver hringdi / sendi inn „Heyrst hefur…“ skotið í dag þá náðist ekkert upp úr honum.
Málið er hinsvegar sjóðandi heitt og viðkvæmt eftir því. Vefstjóri féllst á að dulkóða „Heyrst hefur…“ skotið og þá aðeins í 24 klst. Að þeim tíma liðnum á hann að fá í staðinn nánari upplýsingar.
Þið… sem náðuð að lesa þetta áður en dulkóðunin kom á… vita náttúrulega um hvað er fjallað. Þeir alhörðustu geta reynt að leysa kóðunina.

Cannondale frumsýning á laugardagskvöld

Cannondale

Bílabúð Benna kynnir í fyrsta sinn á Íslandi amerísku torfæruhjólin frá Cannondale, í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 23. Lokuð frumsýningarveisla verður haldin laugardagskvöldið 14. desember. Öllum meðlimum VÍK, AÍH, VÍV, MÁ, VÍR, KKA, VÍS, MSÍ og Sniglum er boðið í veisluna. 2003 árgerðin af Cannondale verður afhjúpuð ásamt óvæntum uppákomum og níðþungum veitingum. Sá/sú sem sviptir hulunni af fyrstu Cannondale hjólunum er án nokkurs efa ein áhrifamesta bifhjólamanneskja okkar tíma. John Harriman sérfræðingur frá Cannondale verður á staðnum og svarar tæknilegum spurningum um hjólin. Von er á fjölda gesta og mikilli gleði. Veislan hefst kl. 18.00 og fyrstu 100 gestirnir eiga von á óvæntri jólagjöf frá Bílabúð Benna…!!! F.h. Team Cannondale, Bjarni Bærings.

Lesa áfram Cannondale frumsýning á laugardagskvöld

Og áfram er skrifað um Íslendingana

Í janúarhefti Dirt Bike Rider mun birtast grein um ískross á Íslandi. Blaðið verður fáanlegt um miðjan desember en hluta af greininni er að finna á þessari slóð.  www.dirtbikerider.co.uk
4

Slysið fyrir Norðan

Heimildir herma að þessir þrír hjólamenn sem voru svo frægir að komast í moggann eru sagðir vera einir af bestu ökumönnum norðan heiða. Voru þeir að leika sér í harðfeninu upp í Hlíðarfjalli. Sjálfur bóndinn (Finnur), Árni Grant og Gunni Hákonar. Gunni Hákonar lenti í holunni með þeim afleiðingum að hann er kominn hingað suður með brotinn kjálka og handlegg en hausinn í lagi. Er hann á góðum batavegi og óskum við honum alls hins besta. Vonandi að kjálkinn komist í lag áður en jólasteikin lendir á borðinu.

Íslenskar jólagjafir

Video spólurnar frá KFC & DV Sport Íslandsmótinu 2002 og 1st TransAtlantic Off-Road Challenge á Klaustri eru komnar í hús. Vélhjólasport # 1 er ca. 80 mínútna löng með efni þáttanna frá í sumar + aukaefni Vélhjólasport # 2 er ca. 90 mínútna löng frá 6 tíma keppninnni á Klaustri ásamt 35 mínútna efni frá Íslandsmótinu 2001 klipptu af Magga. Spólurnar eru fáanlegar í Versluninni MOTO og hjá Kattabúðum / MOTUL Akureyri.

Slys

Eftirfarandi er tekið beint af mbl.is.

Kastaðist af bifhjóli.
Laust eftir klukkan tvö í dag var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um bifhjólaslys. Þrír menn voru saman á ferð í Hlíðarfjalli á svonefndum mótorkrosshjólum þegar eitt hjólið lenti ofan í holu með þeim afleiðingum að það endastakkst og ökumaðurinn kastaðist af því.
Hann skarst í andliti og talið er að hann hafi beinbrotnað, hugsanlega kjálkabrotnað. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann var með hjálm og sérstaka brynju sem mótorkrossmenn nota gjarnan.

Bolalada