Það er alltaf gaman að rekast á nýja íslenska mótorhjólasíðu. Ánægjan margfaldast hinsvegar þegar síðan er eins skemmtileg og vel framsett og síðan hjá Guðmundi Péturssyni. Vefsíðan hjá honum snýst að vísu um miklu meira en mótorhjól en til að komast beint þangað skal veljawww.simnet.is/gudmundurp/hjol.html en vilji menn skoða síðuna frá upphafi þá er linkurinnwww.simnet.is/gudmundurp
Framtíð akstursíþrótta
Á vef ÍSÍ þann 15 nóvember síðastliðinni birtist neðangreind grein á forsíðunni.
„Tillaga að framtíðarfyrirkomulagi akstursíþrótta
Á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ í gær var rætt um ósk nokkurra akstursíþróttafélaga, sem eru nú þegar innan íþróttahreyfingarinnar, um að akstursíþróttir og skipulag akstursíþróttakeppna verði alfarið og eingöngu innan vébanda ÍSÍ og samkvæmt lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar. Í hugmyndum félaganna kemur jafnframt fram að eðlilegt sé að ÍSÍ stofni sérstakt sérsamband – Akstursíþróttasamband Íslands og að lýðræðislega kjörin stjórn hins nýja sérsambands muni í samráði við fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins gera tillögur að nýrri reglugerð um akstursíþróttir. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd fyrir all nokkru síðan til að fjalla um endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. Nefndin hefur ekki komið saman í nokkuð langan tíma og telja félögin að hún muni ekki skila áliti sem getur talist ásættanlegt. Á fundi framkvæmdastjórnar í gær var ákveðið að fylgjast með þróun mála og knýja á um niðurstöður í ráðherranefndinni. Í framhaldinu mun stjórn ÍSÍ taka málið upp aftur.“
Ónákvæmni
Í frétt 04.12.02 þar sem vísað er í „óstaðfestar heimildir“ þá gætti ónákvæmni. Gleymdist að tilgreina að Mikki stal Ishmael frá Suzuki liðinu, þannig að í raun stálu þeir frá hvor öðrum, ef hægt er að kalla þetta að stela! Hinsvegar er það ekki spurning hvor þeirra var með betri gulrót. Þór í Suzuki reddaði Valda vinnu í tengslum við motocrossið og frábært tækifæri til að öðlast meiri færni og reynslu. Og allan tímann á launum… í Bandaríkjunum!!!
Team KTM 2003
Þar sem komnar eru hugmyndir í fréttum á Motocross.is um Team KTM fyrir næsta ár er rétta að bæta við. Hugmyndir hafa verið uppi í herbúðum KTM að vera aðeins með 2 ökumenn fyrir 2003 þá Einar og Helga Val. Eftir að Mikki, Ismael og Árni bættust í hópinn að ógleymdum Hanna að þá lítur út fyrir að það verði haldið áfram með lið. Hugmyndin er að vera með eitt stórt Team KTM sem verður undir sama hatti (KTM tjaldinu) þó er líklegt að því verði skipt þannig að Einar KTM 450 EXC / SX, Helgi Valur KTM 525 EXC / SX og Hanni KTM 450 SX verði í Team KTM / Coca-Cola / Shell / KitKat og Mikki KTM 250 SX, Ismael KTM 250 SX og Árni KTM 450 SX verði í Team KTM / ? / Shell / FOX. Líklegt er á þessari stundu að þó verði aðeins eitt lið „Team KTM“ sem telji stig og verði valdir bestu 4 ökumennirnir úr báðum liðunum til þess. Víst er að nokkrir liðsmenn ætla í æfingabúðir til Svíþjóðar og stefnt er á allavega 2 stórar erlendar keppnir í byrjun árs og lok árs. Team KTM / Karl Gunnlaugsson
Ótrúleg verð
Verð á notuðum hjólum er í algjöru lágmarki. Hjólin eru „ekki“ að seljast og er markaðurinn í mikilli lægð. Þeir fáu sem eru að kaupa hjól eru að „spara“ á annað hundrað þúsund.
Jólamyndirnar
Jóla (hjóla) myndirnar voru að koma inn í hús hjá JHM Sport, bæði á DVD og VHS formati. Nýjir titlar eins og; Steel Roots 3, Crusty 7, Global Addiction, Crazy as Hell, Judgement day, Children of metal god Trilogy.