Vélhjóladeild AÍH (Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar) heldur sinn annan félagsfund næstkomandi þriðjudag. Stjórn AÍH hefur ákveðið að hafa þessa fundir mánaðarlega í allan vetur.
Efni fundarins verður;
– Íslandsmótið í íscrossi.
– Keppnisreglur í íscrossi.
– Kynning og kennsla á; íscross dekkjum, stillingum, breytingum og aukahlutum tengdum íscrossi í boði Heimis Barðassonar og Þorgeirs Ólasonar.
– Vörukynning frá Versluninni Moto.
– Íslenskt íscross vídeóefni.
Félagsfundurinn verður á „nýja“ Bókasafni Hafnarfjarðar (við hliðina á Súfistanum) og hefst hann stundvíslega klukkan 20. Húsinu verður læst klukkan 20 og þeir sem koma einni mínútu of seint munu ekki komast inn. Fundinum lýkur kl. 22.
Allir eru velkomnir.
Stofnfundur VÍR
Viljum við þakka sýndan stuðning og góða mætingu á stofnfundinn, um 20 manns mættu og fengum við digga aðstoð góðra manna við stofnun félagsins sem við þökkum kærlega fyrir, þetta eru þeir heiðursmenn, Aron Reynisson form. A.Í.H. og Hákon O.Ásgeirsson form. V.Í.K. Sérstakar þakkir fær Aron Reynis, fyrir diggan stuðning og öflun gagna til stofnunar félagsins. Einnig viljum við þakka Ómari jónssyni, faðir Arons Pastrana, diggan stuðning með fundarhaldið.
Beztu þakkir til allra sem studdu okkur við stofnun þessa félags. Stjórn V.Í.R. Lesa áfram Stofnfundur VÍR
Grein frá einum dönskum
Vefnum var að berast grein frá íslenskum ferðalangi í Danmörku.
Nú fyrir stuttu var undirritaður í Skandinavíu í sinni sjötugustu en ekki síðustu ferð um mesta menningar pláss jarðarbúa. Það er að sjálfsögðu ekki í frásögu færandi ef ekki væri eitt sem setti mark á ferðina öðru framar. Niðri á brautarstöð í Kaupmannahöfn áskotnaðist mér eintak af Dönsku útgáfuni af BIKE. Bike er að mestu götuhjólablað sem kemur út á fjórum norðurlandatungum og kaupir undirritaður það þegar ekki er grænni taða í sjónmáli. En það sem sagt skildi er að þessu eintaki fylgdi svokallaður DVD diskur fullur af MC efni sem hafði verið tekið á Spáni er alþjóðlegur hringur MC blaðamanna var að prufukeyra öll helstu götu(keppnis)hjólinn 2002. Ducati 748R, 998R, Honda, Suzuki, Kawasaki, Yamaha ZXVTRGSXYZFSP – og Honda CBR 600 sport. Það hefur verið þrælgaman að skoða þetta efni sem teigir sig í tugi ef ekki hundruða mínútna og væntir undirritaður að þess sé að vænta að þessi tuttugu eða svo mótorhjólablöð muni fljótlega senda DVD efni frá torfæruhjólunum!!!!
Kveðja # 9,52,99.
Stofnfundur VÍS
Stofnfundur VÍS verður haldinn að öllu óbreyttu á miðvikudagskvöldið 20.11.2002 kl 20:00 í Laugardalnum, húsnæði ÍSÍ.
Frétt tekin af mbl.is
Átta slösuðust þegar hestar fældust.
Átta ferðamenn, sem voru að leggja af stað í hestaferð á vegum Íshesta í gærmorgun, voru fluttir á slysadeild, en þeir höfðu allir dottið af hestbaki er hestar þeirra fældust. Talið er að snarpur vindsveipur hafi fælt hestana með þessum afleiðingum. Ekki er talið að fólkið hafi hlotið alvarleg meiðsli.
Af öllum hugsanlegum ástæðum, þá hvarflaði ekki að vefstjóra að vindurinn væri sökudólgurinn. Afstaða himintunglanna var hinsvegar sérstök fyrir ofan Hafnarfjörð um helgina eins og dæmin sanna. Einn hestur tók upp á því að henda manni af og allir hinir gerðu það sama. Einn VÍKverji hóf dans upp á borði og allir hinir fylgdu á eftir. Einn drakk aðeins of mikið og hinir hjálpuðu honum. Sumir sofnuðu, aðrir ældu en flestir dönsuðu þó. Vefnum hefur hinsvegar ekki tekist að fá neinar fréttir af árshátíðinni þar sem enginn virðist muna neitt.
Shock Wars II
Baráttan um yfirráðin í heiminum halda áfram. Einhverjar gróusögur hafa verið að berast vefstjóra um plat og ekki plat í slagsmálum verkstæðanna um að fá að skipta um olíu á dempurum landsmanna.
Vefurinn fór því á stúfana og kannaði sannleiksgildi þessara sagna. Reyndist þetta vera bull frá upphafi. Bæði verkstæðin, þ.e. Vélhjól & Sleðar og Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur taka demparana í sundur, hreinsa þá og yfirfara áður en olía og gas er sett á.
Munurinn er hinsvegar sá að Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur bíður aðeins árshátíðargestum (þeim sem eiga miða í matinn) upp á þessa þjónustu og endar tilboðið í dag. Skv. áreiðanlegum upplýsingum hafa þeir fengið dempara af um 15 hjólum þegar þetta er skrifað.
Verkstæði Vélhjól og Sleða sem komu þessu af stað með því að bjóða þessa þjónustu á hlægilegu verði taka við dempurum frá öllum og gildir þeirra tilboð í nokkrar vikur, eða þar til allt er komið á kaf í snjó og verkstæðið farið að fyllast af vélsleðum. Menn hafa því „líklega“ tíma fram að áramótum til að nýta sér þeirra tilboð.