CLX verða í mat

CLX (=160) árshátíðargestir verða í mat á árshátíð VÍK. Húsið opnar klukkan 19:00. Fyrir þá sem vilja endilega missa af meiriháttar mat og klikkuðum skemmtiatriðum þá verður ekki byrjað að selja inn á ballið fyrr en klukkan 23:00.

Stofnfundur VÍS

Í næstu viku mun verða haldinn stofnfundur Vélhjóla íþróttafélags Suðurnesja. Fundarstaður liggur ekki alveg fyrir, en stefnt er að miðvikudagskvöldinu 20. nóvember. Vefurinn leggur áherslu á að „Broadstreet“ er eitt af betri hjólasvæðum sem völ er á. Í rigningu verður brautin ekki eitt drullusvað og því nothæf, svo gott sem allan ársins hring. Vefurinn hvetur því alla til, að taka frá lítinn hluta af þessu miðvikudagskvöldi, til að standa með Suðurnesjabúum og aðstoða þá við að stofna sitt félag.

Nafnleynd

Á síðastliðnu ári hafa menn beitt vefstjóra margvíslegum þrýstingi til að komast að því hver sendi inn hitt eða þetta „Heyrst hefur“ fréttaskotið.  Vefstjóri hefur í örfáum tilvikum látið tilleiðast og gefið upp hver sendi inn fréttaskotið.  Frá og með 1 nóvember mun ALDREI verða gefið upp, hver sendir hitt eða þetta „Heyrst hefur“.  Vefstjóri mun sigta út allan óhróður en vill endilega virkja menn til að senda allt hugsanlegt bull.
Menn skulu því vera óhræddir…. 🙂

GM

Flokkaúrslit 2002

Alltaf gaman að birta flokkaúrslitin…. aftur… og ….
En vefnum hafa borist endur skoðuð, endur skoðuð úrslit.
Eftir bollaleggingar við hinn æðsta strump Endurosins, kom í ljós að undirritaður hafði notað ranga reikni-aðferð við útreikning á sætum til flokkameistara í flokkum. Enda voru fyrri niðurstöður birtar með fyrirvara. Svo hefur flokknum 40+ verið bætt við. En þetta ætti að vera rétt útkoma.
Með kveðju, Þór Þorsteinsson
Lesa áfram Flokkaúrslit 2002

Kerru stolið

Vefnum var að berast tilkynning um þjófnað á kerru.  Eftirfarandi er orðsendingin.

Sælir hjólamenn, það er orðið vinsælt að stela, hjólum og kerrum. Okkur vantar aðstoð ykkar við að finna hjólakerru. Hjólakerruni var stolið frá Mótorhúsinu Hafnarfirði vikuna 5.11 – 7.11 í liðini viku,í eigu Stefáns, pabbi Bjögga KTM 200 hjólinu. Hún er fyrir þrjú hjól,frekar stór,með álplötum í miðjuni og vatnsheldum krossvið í botninum, framan við hjólin er pláss fyrir kassa,beygð rör fyrir framdekkin,festingar fyrir afturdekk vinklar og keðjur með græni garðslöngu. Ef einhver verður var við kerruna hringi í síma 893-7018 eða 555-1279 með fyrir fram þakkir fyrir aðstoðina.

Hvaleyrarvatn frosið

Seinnipartinn í gær (laugardag) náði vatnið að verða hjólafært.  Voru nokkrir á ísnum fram í svarta myrkur.  Ísinn er því klár og má búast við þó-nokkrum fjölda, eftir því sem líður á daginn og menn frétta af þessu

Bolalada