Fölsuð hjól !

Einhver góður brandari í Danaveldi hefur séð ástæðu til að falsa 3stk CR500 til landsins. Tvö koma frá Reykjanesi, annað frá Höfnum og hitt var selt í Njarðvík. Þau koma gegnum einhvern Gosa í Danmörku. Búið er að selja 2stk. sem 99 árgerð en annað þeirra lenti hjá VH&S í endursölu í gær. Raggi sá strax að hjólið var ’95árgerð, engann veginn ’99. Við settum stell númerið gegnum EKJU og út kom að hjólið var flutt inn sem árgerð ’99. Við nánari skoðun er búið að slípa niður stell númerið og slá inn öðru númeri. Það er ekki einu sinni vel gert! Hjá Honda passaði númerið við ’99 og greinilegt að falsarinn hefur aðgang að dealer upplýsingum í Baunmörku. Eitt svona hjól er enn í tolli og hægðarleikur að finna innflutnings aðila og stoppa þetta grín.
Steini.

október 2002

25.10.02 …að heimskutímabilið sé loksins hafið á Íslandi

…að Gunni Þór sé kominn í Honda liðið.

…að nú séu bara “gamlingjar” í Honda liðinu.

…að Mikki sé búinn að stofna kjúklingalið.

…að það séu bara kjúklingar í kjúklingaliðinu.

…að Árni krossbelgur, Ishmael og Valdi Pastrana séu orðaðir við þetta lið.

…að aðal sponsorinn verði Holtakjúklingur á Hellu.

…að Yamaha Haukur sé að leggja línurnar með P.Sam.

…að hann sé þreyttur á 4-manninun sem mætti aldrei og því sé laust sæti í liðinu.

…að Benni sé í sárum með Husky umboðið.

…að Husky hafi ekki efni á að framleiða hjól.

…að Benni hafi því keypt köttinn í sekknum.

…að Gas Gas umboðið hafi gufað endanlega upp.

19.10.02 …að landsfrægur akstursíþróttamaðursé nú loksins kominn aftur á hjól.

…að umræddur var einu sinni formaður VÍK.

…að hann hafi síðast gert það gott á körtu.

…að hann hafi keppt nánast í öllumakstursíþróttum á íslandi.

…að hann hafi keypt sér Gústafsberg.

…að Gústafsberginn var áður í eigu KæliPéturs.

…að Kæli Pétur sé frægur fyrir það að hafaekið Húskanum hans Grétars á árshátíðVÍK.

…að Kæli Pétur sé kaldur kall…

…að það sé gott að setjast á Gustafsberg ásunnudagsmorgni…

…að Kæli Pétur eigi annan Gústafsberg sem séeinnig til sölu.

20.09.02 …að litla gula hænan átti fræ.

…að það var hveitifræ.

…að litlla gula hænan bað um aðstoð við að gróðursetja fræið.

…að hundurinn sagði nei.

…að kötturinn sagði nei.

…að svínið sagði nei.

…að litla gula hænan borðaði bara brauðið sjálf og gaf ekki hinum með sér.

…að fyrirhuguð braut á höfuðborgarsvæðinu verði afgirt með læstu hliði.

09.09.02 …að í JHM Sport ferðinni kom í ljós að þó svo menn hafi ekki snert hjól í 25 ár þá er hraðinn í góðu lagi. Einar Sverris var í JHM Sportferðinni, en hann var Íslandsmeistari í motocross 1976.

02.09.02 …að hitabylgjan í Shhhhhverige hafi lamað heilastarfsemi Ragga og púkans. Svo gersamlega að þeir trúðu nánast öllu sem þeim var sagt.

…að Husaberg test brautin gæti vel verið ættuð frá HÚSAVÍK!

…að grjót og harður harðvegur hafi ekki verið fundið upp af Líklegum!

…að enduro test Svía er ekki til að taka með heim. Það er “ Vont “ og svo aðeins „Verra“ Við skulum ekkert læra það dæmi.

…að Bergmenn voru kátir með Ragga.

…að Raggi var fyrsti „Mekkinn“ sem stökk nýja 450 Bergnum yfir lendingar kaflann eftir stóra pallinn. Þar var „Húsavísk“ lending á bremsum inn í krappa beygju.

…að þegar Raggi var spurður hvort ekki væri vont að lenda í grjót-kaflanum, var svarið. Ég á ekkert í þessum felgum!

…að 2003 Dempararnir eru eitthvað sem við verðum að fá. Núna!

…að to 450 or 550! That’s the question.  650 is the answer!

Hjólið fundið

Einn maður á heiðurinn skilið í dag. Er það Óli H. í Þotuliðinu.
Hann fann hjólið.  Það voru tveir strákar, 15 ára sem höfðu samband við Óla og báðu hann um að hjálpa sér að redda keðju á RM80.  Þeir sögðu honum að þeir hefðu verið að kaupa hjól og það vantaði á það keðju og báðu um aðstoð.  Hann lofaði að hjálpa þeim, enda vissi hann ekkert um þjófnaðinn.  Stuttu síðar kveikir hann á tölvunni og það fyrsta sem hann sér er fréttin á motocross.is.  Hann hafði samband við strákana og bað um að fá að sjá hjólið.  Þeir komu með hjólið til hans og sá hann þá að hjólið passaði við lýsinguna á netinu og tók hann þá málin í sýnar hendur.
Strákarnir voru búnir að rífa allt límmiðakitt af.  Taka allar hliðarplötur af hjólinu.  Eyðileggja framnúmera plötuna.  Í raun gera allt til að breyta útliti hjólsins.  Hjólið er alveg heilt að öðru leyti, enda gátu þeir aldrei keyrt á því þar sem keðjuna vantaði.  Þessu til viðbótar hafa þeir misst hjálmin og brutu skyggnið og uggann, ásamt því að rispa hann.
Vefurinn hefur í dag, enn og aftur sannað, að ekki borgar sig að stela hjóli af okkur.
Torfi Hjálmarsson vildi ítreka sérstakar þakkir til Óla H(eiðvirða) í Þotuliðinu.

Þjálfarar fyrir 80cc flokk

Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Reynisson hafa tekið að sér þjálfun á 80cc flokk.  Vefurinn óskar öllum púkum á aldrinum 10-15 ára, sem aka um á 80-85cc hjólum til hamingju.  Nú er um að gera að mæta á sunnudaginn klukkan 14:15 upp í reiðhöll og taka fyrstu æfinguna.  Það verður opið hús til klukkan 17:30 og allir velkomnir.
Ekki er búið að raða upp æfingatímum og enn vantar þjálfara fyrir yngstu púkana, 125cc og 250cc.   Áhugasamir hafi samband við stjórn VÍK.

Hjóli stolið

Aðfaranótt sunnudags (í gærnótt), var brotist inn í bílskúrinn hjá Torfa Hjálmarssyni.  Tóku þeir Suzuki RM80 árgerð 2000 sem er eign Freys Torfassonar (12ára) og létu öll önnur hjól og fylgihluti vera.  Það eru til 2 RM80 2000árg. hjól á landinu og lítur þetta hjól mjög vel út.  Nýtt límmiðakitt, nýtt afturbretti, ný tannhjól að framan og aftan.  Hjólið er (var) hinsvegar keðjulaust og þurfa þjófarnir því að byrja á að redda sér keðju.  Menn eru beðnir um að vera einstaklega vel vakandi og tilkynna lögreglu eða Torfa í síma 552-1550 eða 899-6383.

Fjöldi manns á ísnum

Menn voru fljótir að bregðast við.  Hvaleyrarvatn er frosið og á laugardaginn voru um 10 manns að hjóla.  Í dag hafði þessi fjöldi aukist töluvert og skemmtu menn sér konunglega.

Bolalada