Vídeó spóla

Í lok nóvember verður fáanleg 90 mínútna video spóla frá KFC og DV Sport Íslandsmótinu 2002.  Samantekt verður frá öllum Íslandsmeistarakeppnum ársins ásamt skemmtiefni  sem ekki hefur verið sýnt áður.  Einnig verður gefin út sérstök 60 mínútna video spóla frá 1st TransAtlantic Off-Road Challenge keppninni sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri.  Hvað varðar framhald á þættinum Vélhjólasport þá eru viðræður í gangi um að fá fleiri þætti til sýningar í sjónvarpi og er vonast til að þeir gætu orðið 7-10 næsta sumar.
Kveðja, Karl Gunnlaugsson.

Yamaha skiptir um eigendur

Óstaðfestar heimildir herma að P. Samúelsson (Toyota) sé búinn að kaupa Yamaha umboðið af Merkúr.  Hvort þetta eru öll Yamaha umboð, þ.e. vélsleðar, utanborðsmótorar, mótorhjól, o.s.frv. eða hvort þetta er takmarkað við ákveðinn vöruflokk eða vöruflokka er ekki vitað á þessari stundu.  Hvorki P. Samúelsson né Merkúr hafa gefið út neinar tilkynningar, svo vitað sé.

Nýtt félag á Reykjanesi

Kerfis-þvælingurinn og blýanta-skylmingarnar um notkun á motocross braut á Breiðstræti í Reykjanesbæ heldur áfram.  Meðan splunkunýjar brautir eru lagðar í flestum nágrannabyggðarlögum, hafa yfirvöld í Reykjanesbæ þráast við braut sem hefur verið þarna í um 30 ár og notuð á hverju ári.  Töldu menn að málið væri komið í höfn þegar Jóhannes Sveinbjörnsson, veifaði leyfis-bréfi frá bæjaryfirvöldum.  Svo er ekki.  Jói er farinn erlendis í nám og við hefur tekið Aron Grindvíkingur Pastrana.  Stofnuð verður deild innan Vélhjólaklúbbsins Arnar.  Þessi klúbbur hefur til þessa einbeitt sér að götuhjólum og er hann með lögheimili í Reykjanesbæ.  Stofnfundur verður auglýstur síðar.   Er þetta tekið af spjallkorkinum en menn eru hvattir til að sýna Reykjanesbúum samstöðu í þessu máli.  Netfang Arons (óþekktssonar) er aronpastrana@motocross.comog sími hans 863-2582.  Vefstjóri hvetur alla sem telja sig eiga samleið með þessu félagi, þó ekki væri nema fyrir að hafa aðgang að þessari braut, að forskrá sig í félagið hið fyrsta í gegnumaronpastrana@motocross.com

Husqvarna (og ISDE)

Ég sé og heyri að menn eru að velta fyrir sér stöðu Husqvarna í dag, og ekki að ástæðulausu. Sagansegir að Husqvarna opni útibú hér á landi í vetur.  En ýmsar spurningar um stöðu Husqvarna eru í loftinu. Hér er það sem ég veit þó að er að gerast.

Husqvarna kynnti í fyrra nýja línu af hjólum og voru þar mest áberandi TE 250, 400 og 450.  Ekki að álit mitt sé einhver stóridómur en persónulega tel ég að Husqvarna eigi ekki eins sterkt CROSS hjól og Honda CRF. En í ENDURO deildinni er stðan önnur og tel ég að TE450 sé eitt áhugaverðasta hjólið (ásamt KTM 450).  Paul Edmundson hefur verið mjög ánægður með TE250  í ár sem líkist ekki í neinu “gömlu góðu” Husqvarna hjólunum.  Hans helsta umkvörtunarefni er að aflið skortir eilítið í 250 hjólið miðað við Yamaha 250 sem hans helsti keppinautur, Knight, hefur ekið.  Hinsvegar er kallinn byrjaður að nota TE 400 núna (í ISDE) og virðist vera drullu sáttur við hjólið.  Ég sá stöðu mála í ISDE og það er gaman að sjá hversu sterk Husqvarna eru þar.  Hvað varðar svo framleiðslumál hjá Husky eru blikur á lofti.  Til stóð að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en það hefur nú hlaupið snuðra á þráðinn sem á mannamáli þýðir að peninga skortir sem kemur til með að koma niður á fjölda hjóla sem verða framleidd.  Synd og skömm.  Team Husqvarna UK og þar á meðal Paul Edmundson fengu ekki greidd umsamin laun frá Husky sl. season sem er tilkomið vegna áðurnefndra peningavandræða.  Þrátt fyrir þetta bull hefur Paul líst yfir vilja sínum að vera í Team Husky næsta ár sem talsmenn Husky mega þakka fyrir. Þrátt fyrir allt bullið er Paul ánægður með hjólin og virðist hafa trú framhaldinu.  Vonandi að nú geti þeir borgað umsamin laun.  Husqvarna hefur reynt að einbeita sér að hafa hjól fyrir keppnisliðin klár en fá hjól hafa verið fáanleg fyrir almenning.  Hvað varðar okkur hér á íslandi þá er stór aðili að undirbúa opnun Husqvarna umboðs með hækkandi sól, eða svo hvísla litlu fuglarnir.  Ljóst er að það þarf stóran og fjársterkan aðila til að starta dæminu, það þarf að gerast af fullum krafti, kveða niður gamlar Husqvarna draugasögur og byrja að hirða dollur í íslenska endúróinu og crossinu.  Auðvitað er það svo að önnur merki ss. KTM, súsúkí, Husaberg, Honda osfrv, eru ekki spör á yfirlýsingar um Husqvarna og hversu hrikalegt ástandið er þar.  Því verður ekki leynt að peningavandræði ítalana eru veruleg en hvað gæði hjólanna varðar held ég að niðurstöður erfiðustu endúrókeppna í heimi (ss ISDE) þetta ár, í fyrra og svo framvegis tali sínu máli.  Allavegana fyrir mig!   Sú var tíða að enginn var maður með mönnum nema hann keppti á Husky.  Þetta breyttist allt, peningavandræði komu í spilið og gæði hjólanna fóru hratt niður á við.  Sl. 2 ár hafa orðið miklar breytingar og nú eru Husqvarna aftur með “hardcore” græjur.  Hinsvegar kostaði framþróunin of mikla peninga og nú eru vændræði með að taka skrefið til fulls.  Á meðan Husqvarna hefur ekki aur til að standa undir mikilli framleiðslu og standa í auglýsinga og áróðursherferðum eins og önnur companý gera, fær almenningur ekki að kynnast styrkleika nýju hjólanna.  Þar til það gerist verðum við að treysta á hugsuði eins og Paul Edmundson að halda augum okkar opnum.   Lesa áfram Husqvarna (og ISDE)

Fyrsta 2003 TM hjólið

JHM Sport ehf hefur flutt inn fyrsta TM hjólið af árg 2003.  Hjólið er TM 250 Enduro 2gengis hlaðið góðgæti.  Væntanlegt er TM 530 Enduro 4gengis græja sem er um 63 hestöfl og með rafstarti.  JHM Sport ehf hefur einnig hafið innflutning á Pirelli dekkjum.  Heimsmeistararnir Stefan Everts MX 500 og Michael Pichon MX 250 keyra á PIRELLI dekkjum.  Einnig voru Viggó og Kári á Pirelli dekkjum þegar þeir unnu drullu keppnina á Selfossi.

Fjör á Breiðstræti

Eftir allt upphlaupið í vor þá hefur Sýslumaður Reykjanebæjar blásið í lúðrana aftur.  Suðurnesjamenn eru komnir á fullt við að stofna félag þar sem leyfi bæjaryfirvalda dugar ekki til.  Er það mál komið á fullan skrið og hvetur vefurinn sem flesta að skrá sig í félagið, en það verður stofnað á næstu dögum.  Vefurinn auglýsir eftir email eða símanúmeri sem hægt er að birta og menn geta skráð sig í.

VÍK, VÍV, VÍH og fleiri félög, ásamt Landgræðslunni, Skógræktinni og fleiri samtökum hafa stefnt að því að koma þessum hjólum út úr bakgörðum íbúa, af fjöllunum og inn á lokað svæði.  Leyfi bæjaryfirvalda liggur fyrir í Reykjanesbæ, en eftir er að stofna félagið og sækja um leyfið til Sýslumanns.  Þessi vinna mun taka einhverja daga, ef ekki nokkrar vikur.  Þ.e. að ganga frá formsatriðum og pappírsvinnu.  Þangað til er það von vefsins að Sýslumaðurinn á Reykjanesi sýni smá skynsemi og reki ekki þessi hjól af lokuðu svæði, upp í fjöllin, yfir kartöflugarða Reykjanesbúa.

Sýslumaður er búinn að benda á hvað eftir er að gera.  Vinnan er hafin.  Yfirvöld verða að gefa svigrúm til að hægt sé að leysa þetta á eðlilegan hátt.  Þetta má ekki fara út í einhverja vitleysu, sbr. að bifreið verður eineygð á miðri Reykjanesbraut og lögreglan stoppar viðkomandi á 700m millibili og sektar.  Það verður að gefa viðkomandi tækifæri til að komast á næstu bensínstöð, til að skipta um peru.

Bolalada