Opnað verður fyrir skráningu í fyrstu Íscross keppnina á árinu í kvöld hér á vefnum. Skráningarfrestur mun renna út þriðjudaginn 29. jan. klukkan 21. Náist ekki nægileg þáttaka mun keppnin verða flautuð af en lágmarkskeppandafjöldi er 30 manns.
Keppnisreglur tilbúnar
Þar sem engar keppnisreglur voru til fyrir Íscross hefur VÍH ráðist í að semja þær og voru þær að berast vefnum
Fréttir að norðan
Það voru 7 hjól sem þeystust á mývatni á laugardaginn, veðrið var einstaklega gott en kalt og áttu sumir erfitt að koma hjólunum í gang eftir pásur. Verið er að græja gamalt Subara bitabox með tönn og verður forvitnilegt að sjá hvernig það virkar. GAG.
Athugasemd á Íscross
Vefnum hefur borist athugasemd á Íscrossið.
Ískeppni á vegum VÍH! Frábært framtak. Menn koma færandi hendi með allt sem þarf. Nema reglur. Þar er smá Njörður, Gjafar og Galli.
Það er ekki hægt að kalla þessa keppni íslandsmót.
Öll önnur nöfn duga, bara ekki íslandsmót. Ástæðan er einföld:
Það eru til reglur um slík mót. Þeim verður ekkert breytt bara allt í einu. Naglafjöldi í dekkjum og slíkt er ekki háð neinni dags-skipan. Það eru til reglur um ískross í íslandmeistarakeppni og eftir þeim verður að fara. Það þarf engra nánari skýringa við.
Ungir púkar sem hafa safnað alla sína ævi fyrir 350 nagla dekkjum til að keppa á verða ekkert undanskildir úr ísl.Móti vegna hugdetta dagsins hjá einhverjum sem kalla sig VÍH og telja sig geta haldið einhver mót bara vegna þess að þeir geta það eða vilja!
Ég segi bara „HALLO“ Hafnarfjörður. Útsláttur er eflaust gott mál en? Hvaða reglur á að styðjast við?
Ég styð keppnishaldið og allur vilji og vinna sem fæst í slíkt er hreint æðislegt. Pössum okku bara á titlinum. Köllum þetta ískross meistara eitthvað, vetrar meistara eitthvað eða bara VÍH meistartitil.
Ísl.Meistaratitill þarf miklu meiri tíma. Það breytir enginn reglunum á keppnisdegi.
Nýjar keppnis reglur geta ekki tekið gildi fyrr en minnst ári eftir að Aðalfundur samþykkir breytingar. Gildir einu hvort það sé MotoCross, Enduro eða ísCross.
Reynið að sjá fyrir ykku einhverjar keppnisgreinar til ísl,Meistara, séu það ofbeldisíþróttir eins og hand eða fótbolti, Golf, hestamennska eða what ever þar sem reglum er breytt viku fyrir keppni!
Íscross er geggjað. Það verður enginn íslandsmeistari samt sem áður á vegum VÍH. Það verður að gerast á vegum VÍK eftir þeim reglum sem eru fyrir það.
VÍH hins vegar eru að gera sig gildandi í sportinu og gera það vel. Verða bara að fatta takmörkin. Þau eru ekki alveg eins og við blasir.:):D
Steini Tótu.
Motocross 2002
Hugmyndir keppnisstjóra að keppnisfyrirkomulagi í Motocrossi 2002:
Nýtt fyrirkomulag til að takmarka fjölda keppenda í hverjum flokki fyrir sig.
Ekki er ósennilegt miðað við þátttöku 2001 að búast megi við allt að 50 –70 keppendum 2002 og tel ég því nauðsynlegt að útbúa nýtt og eins sanngjarnt kerfi og mögulegt er.
Vefnum hefur borist „Hugmyndir keppnisstjóra um motocross 2002“ sem eru birtar
Hugmyndin er eftirfarandi: Í upphafi hverrar keppni verða hjólaðir 6 – 8 upphitunarhringir og jafnframt tekinn tími. 20 bestu rásnúmer frá liðnu ári verða látin hjóla saman í fyrstu æfingahringjunum. Besti tími hvers manns verði notaður til að ákveða í hvað flokk viðkomandi lendir. 20 keppendur verða í A flokk og næstu 20 bestu tímarnir lenda í B flokk og rest lendir í C flokk. Þetta fyrirkomulag yrði til þess að allir keppendur kæmu til með að hjóla með mönnum með svipaða hjólakunnáttu, sem yrði bæði meira spennandi og án efa mun öruggara heldur en að láta menn vera að hjóla saman með mjög mismunandi mikla hjólakunnáttu. Einungis A flokkur er að keppa til Íslandsmeistara og ekki er hægt að ná í fleiri stig en 1 nema lenda ofar en í 17 sæti. Aftur á móti eru bæði B og C flokkur að keppa um sæti í heildarkeppninni og um leið að vinna sig uppí B eða A flokk. Með þessu fyrirkomulagi er auðvelt að halda liðakeppninni inni og allir eiga sama möguleika á að ná í stig úr pottinum.
Og takið eftir því að næsta keppni á eftir gefur þér alltaf þann möguleika á að vera kominn í hvaða flokk sem er vegna tímatökunar í upphafi hverrar keppni.
Einnig tel ég þetta vera mjög spennandi fyrir nýliða, vitandi það að þú ert að keppa við aðra keppendur með svipaða hjólakunnáttu og þú er með.
A flokkur 3x 15mín+ tveir hringir
B flokkur 3x 10mín+ tveir hringir
C flokkur 2x 10mín+ tveir hringir
C flokkur byrjar keppnina og klárar báðar umferðir með 10 mínútna pásu.
B flokkur fer næst og skiptist á á móti A flokk, og A flokkur líkur keppninni.
Veitt verða bikarverðlaun í A flokk fyrir fyrstu 3 sætin.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í B og einnig í C flokk.
Kveðja Skúli keppnisstjóri.
Sjónvarpsmál
Karl Gunnlaugsson hefur lýst því yfir að hann muni sjá um upptöku á íscross keppninni um næstu helgi. Til stendur að taka upp allar keppnir í ár og búa síðan til eina spólu sem spannar allt árið.
Mun Karl sjá um að koma hluta af þessu efni inn í Helgarsportið í kjölfar keppninnar. Karl hefur einnig lýst því yfir að þátturinn Mótor á Skjá 1 er velkomið að fá efni frá honum.