Vegna miltisbrands tókst ekki að koma öllum miðum áleiðis til eiganda. Póstsamgöngur á Íslandi lágu niðri eins og flestum er kunnugt. Miðarnir munu liggja frammi við inngang Reiðhallarinnar og geta þeir sem ekki fengu miða nálgast þá þar. GM.
Uppselt á árshátíðina
Eitthvað um140 miðar eru seldir og er uppselt í matinn. Eftir mat verður selt inn á skemmtiatriðin og ballið. Mun miðinn kosta 2000 kr. og verður húsið opnað fyrir þennan hóp um klukkan 21:30. Menn munu þá sjá Fredrik Hedman ásamt hinum skemmtiatriðinum.
Unnið var við smíði pallsins langt fram á fimmtudags nótt og reyndist hann helst til of þungur til að hægt væri að renna honum inn í sal og tilbaka. Fredrik Hedman hefur því ekkert getað æft sig. Svo virðist sem allir mótorhjólamenn á Íslandi séu ósammála honum en hann hefur haldið því fram lendingarpallurinn geti brotnað við lendingu. Einhverjar áhyggjur hafði hann einnig yfir því að rekast í þakið. Má því með sönnu segja að VÍK-verjar ætli sér að sjá til þess að skemmtiatriðin verði á heimsklassa með háum áhættustuðli. Fyrir utan stökkin þá gætum við horft upp á Fredrik verða að kíttisspaða þegar hann lendir á loftinu/þakinu eða lendingarpallurinn leysist upp í frumeindir við einhverja lendinguna… svo ekki sé talað um æfingaleysið… GM.
Undirbúningur á lokastigi
Magnús Sveinsson er í beinu símasambandi þegar þetta er skrifað. Segir að allur undirbúningur gangi samkvæmt áætlun. Og lofar hann flottust árshátíð VÍK til þessa. Fredrik Hedmann mun lenda með vél Flugleiða klukkan 15:40 á morgunn og bíður Suzuki RM250 eftir honum. Verið er að ljúka endanlegur frágangi á pöllunum. Einu áhyggjurnar sem Fredrik Hedmann hefur er að lofthæðin sé ekki næg. Magnús Sveinsson hefur sagt honum að svo sé en við fréttaritara vefsins þá hvíslaði hann því að hann fengi bara ekkert að fara hærra. Myndbandið í fyrra var flott en í ár er það mun flottara. Mikil tilhlökkun og enginn verður svikinn að einni af betri skemmtunum ársins.
Enduró í Vestmannaeyjum
Enduro í Vestmannaeyjum
Já þú last rétt, enduró í Eyjum. Laugardag 2/11 s.l. voru Team KTM og Team Bragginn með tveggja tíma enduro æfingu á nýjahrauni í Eyjum í þokkalegu veðri lengst af, en fengu smá él rétt í lokin. Var þetta frumraun Eyjamanna í lagningu endurobrautar og tókst vel til að sögn Einars Sig. Brautin var með nokkrum alvöru brekkum, bæði brattar niður í móti og upp í móti, einnig upp skáhallt, tveir fjörukaflar og fullt af grjóti, mjóir hólóttir, hlykkjóttir kaflar og smá motocross með. Alls störtuðu 11 hjól æfingunni og var ekið í tvo tíma í beit og náðu 8 aðframkomnir ökumenn að klára. Það tók c.a. 12-15 mín. að aka hringinn, Einar Sig. kom fyrstur í mark að loknum 11 hringjum, Helgi Valur 2. eftir 10 hringi og Skarphéðinn Yngva 3. c.a. mínútu á eftir Helga Val og er maðurinn kominn á feiknahraða á fyrsta ári og skulum menn varast KTM ökumann Team Braggans nr. 59 á næsta ári. Nú er bara að halda Vestmannaeyjameistara open í enduro 2002.
Svona var röðin á þeim sem rúlluðu í mark:
- Einar Sigurðsson #1 KTM 520
- Helgi Valur Georgsson #4 KTM 520
- Skarphéðinn Yngvason #111 KTM 380
- Sævar Benónýsson #125 Kawasaki 125
- Sigurður Bjarni Richardsson #18 KTM 400
- Ómar Stefánsson #26 Kawasaki 250
- Jón Gísli Benónýsson #112 Kawasaki 250
- Emil Þór Kristjánsson #103 KTM 250
- Árni Stefánsson #34 KTM 250
- Emil Andersen byrjandi Kawasaki 250
- Benóný Benónýsson 106 Kawasaki 250
Kveðja úr Eyjum
Leiðbeiningar fyrir byrjendur
höfundur: Heimir Barðason
Þessi upptalning á akstursaðferðum er aðallega ætluð þeim sem stutt eru á veg komnir í MOTO-CROSS íþróttinni. Einnig er hægt að nota flest allar þessar aðferðir í öðrum tegundum vélhjólasports,t.d. ENDURO akstri. Þessi upptalning er mjög gróf og tek ég einungis allra helstu atriði fyrir. Ég hef hvorki tíma né aðstöðu til að taka öll atriði fyrir, en ef þú nærð tökum á þessum atriðum hér að neðan, þá ert þú orðinn vel slarkfær í MOTO-CROSS akstri og vélhjólaakstri almennt.
Vonandi verður þessi ritlingur sem þú hefur fyrir framan þig, stökkpallur til öruggari aksturs, hraðari aksturs og umfram allt til þess að þú njótir sportsins til fulls. Lesa áfram Leiðbeiningar fyrir byrjendur
Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra
höfundur: Hjörtur L Jónsson
Húsmúlakeppnin séð frá keppnisstjóra.
Þetta var 10 keppnin sem ég stjórnaði og sú 13 sem ég vann við og er ég nú hættur, en að vísu með trega því þrátt fyrir að þetta hafi verið rosalega erfitt var oftast gaman. Það voru nokkrir sem spurðu mig af hverju ég hafi ekki farið prufuhringinn eins og ég er vanur að gera. Svarið er einfalt að ég treysti mér einfaldlega ekki til þess vegna þreytu eftir að hafa verið að leggja brautina allan daginn áður og um morguninn fyrir keppni. Lesa áfram Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra