Endurotillögur !

Það sem kom fram á fundinum hjá VÍK um daginn voru ágætis tillögur varðandi komandi Enduro sumar. Það er ljóst að það þarf að auka stigafjöldann í Enduroinu fyrir Meistaradeild.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér fram og aftur með það í huga að nýta daginn sem best og skapa sem minnsta slysahættu á keppendum er mín tillaga svona:

B-flokkur keppir á undan í lágmark 60 mín og hámark 90 mín (best væri að keppa í 60 mín í fyrstu keppni, 75 mín í annarri og 90 mín í þeirri síðustu).

Meistaraflokkur keppir svo strax á eftir B- flokki í 90 mín og er svo flaggað út. Þegar þeir eru komnir í mark mega þeir ekki fara inn í pitt til að fylla á bensín né þiggja neina þjónustu eftir að þeir eru flaggaðir 5-10 mín á eftir að síðasti maður er kominn í mark er ræst aftur og þá jafnvel í öfugan hring aftur í 90 mín. Með þessu eru komnar tvær keppnir og búið að tvöfalda stigin til Íslandsmeistara. Eini gallinn við þetta er að þeir sem detta út í fyrri umferðini eru með fullann tank af bensíni og óþreyttir. Þess vegna væri réttast að ræsa í seinni keppnina eins og menn komu í mark í fyrri keppninni, en ekki eins og reglurnar segja til um að staða til Íslandsmeistara ráði alltaf starti, heldur árangur dagsins. Þetta þarf ekki að vera kostnaðarauki fyrir keppnishaldið það þarf bara að byrja aðeins fyrr á fyrstu keppni (mæting kl 9,00 á morgnana) og verðlaun eru eins og í crossinu samanlagður árangur dagsins ræður verðlaununum.

Með þessu fækkar stigunum í B-deild fyrir liðin því þeir keppa bara einu sinni yfir daginn. Því ætti að vera meiri ávinningur að vera með allt liðið í Meistaradeild og ná sem flestum stigum þar fyrir liðið. Einnig mætti athuga með það að aðeins 1 úr liðinu megi keppa í B-deild, en hinir 3 verði að vera í Meistaradeild.

Hvað B-deildina varðar þá var reynt á Hellu fyrirkomulag er kallaðist Lágvarðardeild. Þetta þrælvirkar ef rétt er af staðið. Það sem var að á Hellu í Lágvarðardeildini var að forgjöfin sem keppendurnir fengu var of mikil. Ég fór yfir tímana á öllum sem kepptu í þessum flokki og gaf ég þeim 30 sek í forgjöf en ekki eina mín eins og keppt var eftir og útkoman var sú að ef að allir hefðu haldið út keppnina á sínum besta hring hefði munað aðeins 30 sek á efstu 3 mönnum og voru þar bæði elsti keppandinn og sá yngsti. Lesa áfram Endurotillögur !

Klikkuðustu Stunt atriði á Íslandi!!!

Á VÍK árshátíðinni átti að sprengja loftið á Reiðhöllinni í Víðidal og koma öllum árshátíðar-gestum það vel á óvart að þeir mundu aldrei muna annað eins.  Síðasta alvöru STUNT atriði var fyrir ónefndum árum og algjörlega ó-planað en það voru tilþrif ónefnds hjólamanns, ekki ódrukkinn, í jakkafötum á 11 þúsund snúningum upp Suðurlandsbraut.  Sú ferð endaði framan á leigubíl og hvorki hjól né jakkaföt voru nothæf á eftir.  Vefstjóri saknar ónefnds og biður hann um að vakna af dvala sínum og byrja að hjóla aftur.
En aftur að VÍK STUNT atriðinu sem verður á heimsmælikvarða svo vægt sé til orða tekið.  Ekki stóð til að kynna þetta atriði fyrirfram og átti að koma öllum „hrikalega“ á óvart.  Eftir ýmsar vangaveltur komst sú niðurstaða á pappír að ekki væri það réttlætanlegt að láta álíka STUNT fréttast eftirá… fyrir þá sem ekki mæta.
Fredrik Hedman, einn besti hálofta mótorhjólamaður Evrópu og fyrrverandi atvinnumaður í motocross mun sýna listir sýnar í Reiðhöllinni í Víðidal á árshátíð VÍK. Þetta er einstakt tækifæri til þess að sjá Freestyle motocross á heimsmælikvarða. Þannig að það er eins gott að tryggja sér miða á árshátíðina núna, því engin alvöru mótorhjólamaður klikkar á þessu.  Myndir af Fredrik hafa verið birtar.

Október 2001

30.10.01. …að búast megi við ótrúlegum áhættuatriðum á árshátíðinni sem
aldrei hafi verið framkvæmd hér á landi áður…
…að undirbúningur fyrir árshátíðina sé vel á veg komin og allt stefni í
glæsilegustu árshátíð til þessa…
…að maturinn verði á heimsmælikvarða…
…að Stimpilhringirnir stefni á að gefa út plötu fyrir jólin…
…að annað Honda liðið sé skipað Hákoni, Þorra, Magga og Hanna…
…að hitt liðið innihaldi, Mikka, Reyni, Steingrím og Varða…
21.10.01 …að Aron Reynison verði liðstjóri A liðs Honda og Þorgrímur Leifsson pittstjóri.
21.10.01 …að það verði keppt um íslandsmeistaratitil í íscrossi veturinn 2002.
…að „silly season“ sé ekki bara skollið á í USA og Evrópu heldur líka á Íslandi.
…að „bísness er bara bísness“.
…að Yamaha sé búið að missa Hanna yfir til Team Honda.
…að Kawasaki sé búið að missa Mikka yfir til Team Honda.
21.10.01 …að Kalli Gunnlaugs keppi með Kawasaki liðinu á næsta ári. Jón Magg og Steini Tótu verði í Yamaha liðinu hjá Yamaha Hauki. Og haldið ykkur nú fast því Viggó ætlar að keppa á al-Íslensku hjóli sem Einar Sig. og Jón Guð hönnuðu og smíðuðu. En hjólið á að heita Kjarkur.
21.10.01 …að Steini Tótu sé farinn að læsa niður nærbuxur, sokka, konur og börn. Það er aldrei að vita nema Reynir þurfi að nota það líka.
19.10.01 …að mikið helvítí geta lömb orðið gömul, og samt seld sem “ Lambakjöt“
18.10.01…að Yamaha Haukur verði áfram á Yamhahaha eftir að hafa verið mjög heitur í að skipta yfir á Hondu.
…að Reynir er svo spenntur fyrir nýja Honda CRF 450R dísilnum að hann er jafnvel að spá í að kaupa hann á fullum prís og keppa utan liðs á honum ef hann fær ekki tilboð um að verða með í liðinu.
…að Honda liðin tvö séu kokteill af lambakjöti og gömlu Hólsfjallahangiketi.
…að Helgi Valur sé hvorki lamba né Hólsfjallahangiket.
…að Team Honda trukkurinn verði awsome….
…að öll hin liðin séu í áfallahjálp hjá Rauðakrossinum.
17.10.01 …að Helgi Valur, Steingrímur, Reynir Jóns, Varði og síðan einhverjir huldumenn eiga pöntuð hjól hjá Honda umboðinu.
14.10.01 …að heyrst hafi af keppnisliði Hondu oft áður, en aldrei sést til þess (eftir 1980)
…að menn ætli að Varði sé aftur komin til liðs við Honda?
13.10.01 …að ökumenn Honda liðsins verði nokkrir af bestu ökumönnum landsins.
…að sumir verði sárir við það að missa menn úr liði sínu: en bísness er bara bísness.
…að helmingurinn aki dísil og hinn helmingurinn two-stroke.
12.10.01 …að Honda umboðið ætli að útvega 8 stk. glæný hjól handa tveimur Honda liðum fyrir næsta ár. Keppt verður bæði í motocross og enduro.
11.10.01 …að Viggó fékk væga drullu þegar hann sá brattann á brekkunum í Austurríki og óskað þess heitt að vera í keppni á Íslandi. Þar væri a.m.k. klósett.
11.10.01…að Einar og Kalli hafi flugið 757unni til Frankfurt…
…að kóarinn Gulli #757 hafi verið ánægður með Bakkabræður…
…að Viggó og Jóni þyki Baylish gott á klaka…
…að Benz Vito komist í 171,5 km hámarkshraða…
…að veðmál hafi verið í gangi um hámarkshraðann…
…að Jón hafi sagt 155, Helgi Valur 165, Kalli 178, Einar 180 og Viggó 190…
…að Mattighofen sé stór borg þótt lítil sé…
…að markaðsdeild KTM eigi eins mörg hjól og til eru á Íslandi til að lána…
…að brekkurnar í Saalback éru mjjjjjjööööööög brattar…
…að S-12 sé svarið…
…að 300 af stað í einu er = Big Problem…
…að gaurinn sem lagði brautina sé Trail master…
…að „Kini“ eigi besta 520 sem Einar og Viggó hafi prófað…
…að mekkinn hans „Kini“ hafi litið á Einar eins og hálfvita þegar hann bað um hjólið…
…að málið bjargaðist þegar sendisveinn „Kini“ kom með fréttirnar ofan úr fjalli að KTM Island fengi hjólið…
…að Íslendingar séu lélegar fyllibittur…
…að það sé niðurstaðan eftir loka partýið sem fram fór um kvöldið…
…að Austurríkismenn séu verri en við…
…að Red Bull og Vodka sé vinsælt í stórum fötum…
…að sumir hafi þó fengið hausverk á sunnudag…
…að ekki sé hægt að senda reykmerki á Vito…
…að margar tilraunir hafi verið gerðar…
…að Kalli hafi verið svo niðurbrotinn af drykkju heimamanna …að hann hafi aðeins drukkið eplasafa í vélinni heim…
…að „Svartholið“ sé í skógum fjallshlíða Saalback…
…að „Svarthol“ finnis einnig á Íslandi…
…að ekki þurfi að leita af þeim sérstaklega…
…að Jón sé að undirbúa Íslansk- Þýska- Austuríska nýirðabók…
…að hún sé væntanleg um jólin…
09.10.01 …að Hafnfirskir ofsatrúarmenn hafi lýst yfir stríði við landsbyggðina á Íslandi.
…að ráðast skuli á menningu Íslands með Hafnarfjarðarbröndurum.
… að fyrsta árásin var gerð á Hellu um helgina.
…að frekar en saklausa borgara voru torfæruhjólamenn valdir til tilrauna.
…að árásin heppnaðist fullkomlega.
…að Hjólamenn engjast enn af afleiðingum stríðsins.
…að þetta er ekkert smá Djók. Þetta er HAFNARFJARÐAR BRANDARI.
…að einhverjir verða sárir við lesturinn,en: Brandarar eru ekkert grín!
…að þeir eru bara skemmtilegir.
29.09.01 …að Mikki sé orðinn helillur. Sá hvaða verðlaun eru í boði og nú verður allt staðið gjörsamlega í botni. Bikarinn skal verða hans.
26.09.01 …að Denni bróðir ætli að fara þetta allt á Hellu í 5 fiiiiiiiiiimmmmmta í botni. Og þetta verði leikur einn, eiginlega bara forleikur.
26.09.01 …að Vestmannaeyingar hafi stofnað lið Team Árni Johnsen og muni hann sponsera teamið með vörum úr Húsasmiðjunni og Byko og auðvitað frítt í Þjóðleikshúsið. En þeir fiska bara sem róa segja þeir og ætla uppá land og leggjast í víking á Hellu. Sá hlær best sem síðast hlær. haaaaaaaaaa
26.09.01 …að menn búist við miklu af Pizza 67 team (B) Selfoss, þar sem þetta sé nálægt þeirra heimabyggð. Þeir ætli að afsanna að þeir séu cross kúkar og stefni víst að því að vinna mýrina.
26.09.01 …að Steini Tótu ætli að bíta í skjaldarendur og brjótast undan Steinun Tótu nafninu eftir stökkpallin á Selfossi.
26.09.01 ..að Árni Beitukóngur ætli að halda upp heiðri KTM liðsins þar sem þeir ætli að flýja land. Einnig búast menn við miklu af Gumma Sig.
26.09.01 …að Team Green (Kawasaki forkar) ætli sér mikin á Hellu. Raggi er farin að hita Argnold, Reynir ætlar að láta 470 bergin fljóta ofan á mýrinni. Mikki telur sig örruggan með tilþrifaverðlaunin.
26.09.01 …að Hjörtur „Líklegur“ ætli að keppa í brekkuklifri og mýrarspyrnu. Hann er styrktur af starfsmannafélagi sýnu og fær flutningabíl til afnota ásamt hjóli forstjórans og öðru til. Verður því með um 8 manns í service og 2 aukahjól. Hann er búinn að kenna mönnum hvernig halda á keppni og ætlar núna að kenna hinum aulunum hvernig á að keppa.
09.09.01 …að Steini Tótu sé orðin kerling í bókstaflegri merkingu. En hann gekk undir kynskipti aðgerð á einum pallinum á Selfossi er hann stökk svaðalega og spregndi á sér eistun. Nú heitir hún Steina Tóta.
08.09.01…að Helgi Valur hafi verið full pinnaglaður á heimleið frá Grindarvíkurbrautinni og löggimann hafi nappað kauða.
…að brautin á Selfossi sé ekki alslæm.
að Yamaha haukurinn og (Yamaha) Gunni hafi báðir krassað þegar nýir pallar voru prufukeyrðir
…að Mikki skjálfi af spenningi, því það sé kominn draumapallur fyrir hann. Pallur beint upp í loft
…að ekki sé talað um annað en að nú verði að gera eitthvað rótækt í brautarmálum
að nú verði hægt að nota tvær flottar brautir með eða án leyfa. (Grindavík og Selfoss)
06.09.01 … að Jói Rækja sé ennþá vitleysingur, eftir að hafa umturnast úr fávita. (sjá nánar frá 28.08.01).
06.09.01 .. að brautin á Selfossi sé blanda af enduro og crossbraut, það er nokkuð um drullupytti og mýrasvæði.
06.09.01 …að lið Pizza 67 verður á heimavelli og ætla að hirða fyrstu 4. sætin í B flokki.
30.08.01 …að Davy Coombs hefur tilkynnt að greinin um Ísland verði í Desember hefti Racer X.
29.08.01 …að það er staðfest að UPS, TNT, FedEx, DHL og Pizzusendlar heimsins hafa ekkert með hraða í hraðsendingum að gera. Heiddi er HRAÐ-sendingin. NMT í döpru sambandi á sandhóli við Vatnajökul kl. 17,30 á föstudegi skilaði Heiðari með 29kr. gúmmíhring í kúpl.dælu á Husaberg kl. 23,30 frá Akureyri um kvöldið. Hann var ljóslaus á Crossara, á haustkvöldi, krassaði big time á dimmu grjóti og komst ekki í vasann sjálfur til að afhenda sendinguna þegar hann kom. Heiðar er alvöru enduromaður.

Sala miða er hafin

Sala miða á árshátíð VÍK er hafin. Gefinn er kostur á að kaupa miðana á netinu og verða þeir sendir í pósti. Miðasölu lýkur 7 nóvember.

Matseðill
Fordrykkur
Engifer krydduð krabbasúpa með brauði
Purusteik með Madeirasósu og Mexíkanskir kjúklingabitar
Gratineraðar kartöflur, gufusoðið grænmeti og Ítalskt salat
Kransakaka, konfekt og kaffi
Skemmtiatriði
Óvænt áhættuatriði á heimsmælikvarða
Happdrætti
Stimpilhringirnir
Verðlaunaafhending
„Aksjon“ myndband frá liðnu sumri
Hljómsveitin Í svörtum fötum sér um stuðið

Eru keppendur tryggðir?

Aron Reynisson vonast til þess að svar hans við erindi Hákons Ásgeirssonar, fyrr í dag,  skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.
Inngangur greinar minnar var „Tryggingar á ökumönnum í keppni“.
það var því ekki ætlunin að deila við stjórn VÍK um það hvort keppnishald þeirra er löglegt eða ekki, heldur benda ökumönnum á að þeir eru ótryggðir í keppni nema að þeir geri ráðstafanir og semji við tryggingafélag sitt um keppnistryggingar (þ.e. ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns).
Í svari VÍK segir annars orðrétt:  „Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum.“  Það er því ljóst að keppendur í keppninni eru ekki tryggðir með þessari tryggingu.  Einnig getur hver fyrir sig lesið reglugerð um akstursíþróttir en hún er hér á vefnum undir liðnum keppnisreglur.  Það er alveg skýrt að hvert einstakt ökutæki skal ábyrgðartryggt sérstaklega fyrir keppnishald.  Ég (fyrir hönd VÍH) er búinn að eiga viðræður við tryggingafélögin ásamt fulltrúa VÍK (Heimi Lopa) um meðal annars þetta mál og það hefur verið alveg skýrt að svona er þetta.  Það er því ekki um neinn misskilning að ræða af minni hálfu.  Ég vil einnig nota tækifærið og benda mönnum á að þessi keppnis ábyrgðartrygging (sem er skylda að kaupa) innifelur ekki slysatryggingu ökumanns.  Hún bætir einungis það tjón sem þú kannt að valda öðrum ökumanni, með því t.d. að aka hann niður.  Eins og staðan er í dag getur ábyrgðarmaður aksturskeppninnar lent í þeirri stöðu að keppandi sem slasast af völdum annars ökumanns í keppni, getur sótt hann til ábyrgðar ef sá sem slysinu veldur er ekki ábyrgðartryggður samkvæmt reglugerðinni.  Ég vona að þetta skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.  Allar „venjulegar“ ökutækjatryggingar gilda ekki í keppni og VÍK tryggir þá ekki gegn slysum á þeim sjálfum.
Virðingarfyllst
Aron Reynisson

Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Fyrir hönd VÍK svarar Hákon Ásgeirsson erindi Arons Reynissonar (sjá þ. 24.10.01) varðandi tryggingar í keppnum.

Fyrir hönd VÍK og keppnishaldara langar mig að svara grein sem Aron Reynisson birti hér á vefnum um daginn.

Nokkurs misskilning gætir hjá Aroni.  Allar keppnir sem VÍK hefur haldið eru löglegar. Hver einasta keppni er ábyrgðartryggð og ökutækin í þeim. Allar keppnir eru haldnar í samráði við Sýslumann viðkomandi umdæmis sem gefur út keppnisleyfi þegar hann hefur fengið í hendur tryggingarskírteini, leyfi landeiganda og ýmis önnur gögn. Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum. Þessi trygging er uppá 45.000.000 ísl. krónur. (lesist 45 milljónir). Ath. Að keppnistækin sjálf eru ekki tryggð fyrir eigin skemmdum (það þýðir ekki að hringja í Sjóvá ef afturskermurinn brotnar). Sýslumaður samþykkir skoðunarmann á hverri keppni sem sér til þess að hjólinstandist öryggiskröfur. Lesa áfram Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Bolalada