Lokahóf Eyjamanna

EYJAMENN „SLÚTTA“

Á laugardaginn 13. október s.l. slúttuðu
eyjamenn motocross tímabilinu 2001 með léttri æfingu á laugardeginum og mat
og viðurkenningum fyrir afrek sumarsins um kvöldið. Á æfinguna fengum við tvo
góða gesti, þá Viggó og Einar Sig. (aðrir þorðu ekki!). Voru tekin þrjú moto með
alvöru starti, flöggum og alvöru stjórnanda, Sigurjóni Eðvarðs, sem stjórnaði
eins og herforingi að hálfa væri nóg. Viljum við þakka Einari Sig. og Viggó
kærlega fyrir komuna og viljum við minna menn á að hægt er að krossa 10 mánuði á
ári í eyjum.
SJÁUMST!!!
Viðurkenningar sem veittar voru um kvöldið:
Vestmannaeyjameistari 2001
1.    Sigurður Bjarni Richardsson
2.    Sævar Benónýsson
3.    Benóný Benónýsson
Braggabikarinn fyrir mestu framfarir 2001 hlaut Íslandsmeistarinn í B-flokki, Sævar Benónýsson.
Úrslit æfingarinnar:
1.    Viggó Viggósson            #1       KTM 380            57 stig
2.    Sigurður B. Richardsson  #18       KTM 380            52 stig
3.    Sævar Benónýsson        #125     Kawasaki 125     41stig
4.    Einar Sigurðsson       #2        KTM 400           38 stig
5.    Benóný Benónýsson        #106   Kawasaki 250     36 stig
6.    Sæþór Gunnarsson         #44     Kawasaki 250     32 stig
7.    Ómar Stefánsson         #27      Kawasaki 250     28 stig
8.    Emil Kristjánsson           #103    KTM 250     17 stig

KTM ævintýrið í Austurríki

Mynd: KG - Einar dauðuppgefinn eftir ferðina; Viggó klár að taka við

Ferð Team KTM Shell – Coca-Cola – KitKat  til Austurríkis heppnaðist vel

Tilfinningar íslensku Austurríkisfaranna voru blendnar þegar þeir horfðu upp eftir brautinni sem beið þeirra í skíðabrekkum hins 2000 metra háa fjalls við Saalbach Hinterglemm í Austurríki s.l. föstudag og höfðu menn á orði að þetta væri með því svakalegra sem þeir hefðu séð; þarna væri í orðsins fyllstu merkingu á brattann að sækja. Það átti líka eftir að koma í ljós við upphaf keppninnar á laugardagsmorgninum að menn þurftu að taka á öllu sínu og rúmlega það.

Snemma á föstudagsmorgninum mætti Team KTM Island, þeir Viggó Viggósson, Einar Sigurðarson, Jón B. Bjarnason og Helgi Valur Georgsson, ásamt liðsstjóranum Karli Gunnaugssyni, hjá KTM-verksmiðjunni í Austurríki, en þar biðu þeirra tvö splunkuný hjól sem verksmiðjan lánaði þeim til keppninnar. Nokkrum klukkustundum var eytt í að gera hjólin keppnisklár, en þetta voru KTM 200-hjól og KTM 400-Motocrosshjól. Lesa áfram KTM ævintýrið í Austurríki

Nánari úrslit úr mýrarspyrnunni

Úrslit úr mýrarspyrnu VÍH 2001.

Einungis eru birt nöfn/númer þeirra sem luku keppni.

Aftakaveður kom í veg fyrir almennilega skráningu og eru upplýsingarnar birtar beint upp úr bókinni.

Sæti Nafn Tími
1 Svanur Tryggvasson 0:38:09
2 Magnús Þór Sveinsson 0:43:11
3 Þorsteinn Marel 0:46:01
4 nr 37 0:46:08
5 nr. 30 Þorri 0:49:06
6 Finnur bóndi 0:50:35
7 Ingvar Hafberg 0:50:36
8 Þór 0:54:43
9 Haukur -17 0:56:24
10 Ishmael 0:57:04
11 nr 97 1:01:50
12 nr 80 1:11:01
13 Skúli Inga 1:19:04
14 nr 45 1:21:03
15 Ragnar 1:21:06
16 Árni 1:34:03
17 Kóngurinn (þjófstart) 1:34:29
18 Hjörtur bangsi 1:48:20
19 nr 90 2:17:07
20 nr 183 2:17:08
21 Kári Jóns 2:46:51
22 Valþór 3:16:31
23 Gummi púki 3:40:00

Úrslit frá Hellu

Keppnin tókst frábærlega miðað við aðstæður.  Strax um morguninn bilaði prentarinn og ekki hægt að prenta neitt út.  Grenjandi rigning og hávaðarok gerði alla pappírsvinnu vonlausa og samskipti í gegnum talstöðvar voru vægast sagt óskýr í þessu roki.  Hljóðkerfið sem VÍH leigði bilaði þegar kom að verðlaunaafhendingunni og þegar allt var yfirstaðið festist trukkurinn í brekkunni.  Má segja að allt hafi gengið á afturfótunum en keppnin gekk samt upp og höfðu áhorfendur gaman af þessu.
Skjár 1 var á staðnum og má búast við einhverjum myndum í þættinum Mótor.  Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim hvenær þessar myndir birtast. Lesa áfram Úrslit frá Hellu

Síðasta frétt fyrir keppni

Það er búið að ganga mikið á í dag.  Hádegisfréttir Ríkisútvarpsins tóku fyrir ummæli Guðjóns Magnússonar þess efnis að „ummæli Umferðaráðs væru sögð af vanþekkingu“.  Nokkrum mínútum var eytt í þetta í hádegisfréttum sem varð síðan til þess að Sigurður Helgasson hjá umferðaráði og Guðjón Magnússon frá VÍH voru boðaðir í beina útsendingu í dægurmálaþátt Rásar 2.  Sigurður mætti ekki en í stað hans mætti Óli H Þórðarsson, framkvæmdastjóri Umferðaráðs.  Útsendingin stóð frá 17:30 og stóð til kl.  18.  Megin niðurstaða hennar var sú að Óli H Þórðasson tók fram að um „gagnkvæman“ misskilning væri að ræða.  Óli lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til samstarfs og hefði annan skilning á „krakkacrossi“ eftir þessar umræður.

Nú er ekkert eftir annað en að vera mættur á Hellu tímanlega á morgunn.  Vefstjóri er í þann mund að setjast upp í bíl á leið til Hellu og mun því ekki halda síðunni lifandi frá 20:00 á föstudagskveldi fram til eftirmiðdags sunnudags.  Bið alla vel að „hjóla“ og megi sá „svalasti“ sigra á morgunn.  Allir eiga jafnan möguleika.

Bolalada