höfundur: Haraldur Ólafsson
Hálendis- og vatnaæfing enduro.is 11. og 12. ágúst 2001
Laugardaginn 11.ágúst lögðu 6 enduro-hetjur upp í æfingartúr um hálendi Íslands. Fimm hjólamenn og einn bílstjóri á trússbíl.Hetjurnar 6 voru þeir;
- Haraldur Ólafsson (KTM 520 EXC),
- Sveinn Markússon (Husaberg 501 FE),
- Kjartan Kjartansson (Gas Gas 300 EC),
- Árni Ísberg (Husaberg 400 FE),
- Páll Ágúst Ásgeirsson (KTM 400 EXC).
- Guðmundur Bjarnason (ISUZU Troper turbo intc, 38´)
Ferðin hófst við Hrauneyjar og var ekið af stað kl 13:30. Ekki tókst öllum að komast klakklaust af stað. Hjólið hans Sveins var með einhver leiðindi við eigandann, eftir margar gangsetningar og jafn margar ádrepslur var ákveðið að opna blöndunginn. Kom þar í ljós að Sveinn drekkur ekki einn þegar hann læðist út í bílskúr, blöndungurinn var nefnilega fullur af Holsteinbjór, Sveinn sagði reyndar hann vera fullan af vatni. Eftir að runnið hafði af Holsteinbergnum gekk hann eins og í sögu og BergSveinn vatni gat haldið áfram. Lesa áfram Ferðaskýrsla