Viðbeinsbrot

sta sunnudag viðbeinsbrotnaði Guðmundur Bjarnasson Ameríkufari.  Var hann staddur út á Reykjanesi, akandi hraunslóðann meðfram Núpshlíðarhálsi sem nær frá nýju borholu Hitaveitunnar við Trölladyngju að Krísuvíkurvegi.  Tveir jeppar voru á sömu slóðum og keyrðu þeir Guðmund á sjúkrahús.  Guðjón Magnússon og Ishmael David voru með honum og sáu þeir um að koma hjólinu í bæinn.  Guðmundur reyndist illa viðbeinsbrotinn og virðist sem einhver bein-bútur / flís sé að flækjast milli brotanna.  Ekki er gert ráð fyrir neinni hjólamennsku frá hans hendi fyrr en síðar í haust.

KTM Ferðin 2001

21-22 júlí verður 3rd edition af KTM ferðinni 2001.  Ferðin er eingöngu fyrir KTM eigendur og verður farið inn á svæðið fyrir ofan Þjórsárdal.  Gist verður í svefnpokagistingu Hólaskógi við Sultartangavirkjun.  Grill og Geðveiiiiiikkki. Leiðangursstjóri er Einar Sigurðarson Íslandsmeistari í Enduro og lofar hann skemmtilegum slóðum sem henta öllum, byrjendum sem lengra komnum.  Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ella Æsta í MOTO.

Nítró í kvöld

Munið eftir að horfa á Nítró í kvöld kl. 19:00. Þar verður sýnt frá motocrossinu á Ólafsvík ofl. Kíkið líka á myndirnar á isak.is.

CCM Go-Moto dagur

Á ferð minni um England um daginn lenti ég í óvæntri uppákomu, Steve félagi minn sem keppti með mér í Dubai Rally var búinn að undirbúa dag fyrir okkur félagana „út að leika“ með CCM verksmiðjunni. CCM verksmiðjan er Bresk og smíðar Enduro og Super-Moto hjól með STÓRUM Rotax móturum. Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf eftir að Frú Fogarty eiginkona World Superbike heimsmeistarans Carl Fogarty keypti meirihlutinn í fyrirtækinu. CCM skipuleggur daga um allt Bretland þar sem menn geta komið og tekið þátt í Super-Moto Endurance keppnum sem eru uppsettar fyrir 3-4 keppendur í liði og er keppnin 2 tímar og 1 tími í æfingu og qulifying á undan. Það má líkja svona degi við Go-Kart á 2 hjólum. Keppnin var haldinn á Three Sisters circuit sem er ofvaxinn Go-Kart braut og einning notuð fyrir klúbbkepnir á hjólum. Mest gaman var að fylgjast með Kónginum Carl Fogarty en hann er hreint ótrúlegur, einnig var David Jeffrais góður en hann er eini maðurinn til að fara hringinn á Mön hraðar en 125 mílur. Geta mín var bágbori n og land og þjóð til skammar en liðið okkar endaði þó í 4 sæti af 16. Það er eflaust hægt að finna upplýsingar um CCM á netinu fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta væri einnig gaman að skoða hvort hægt væri að gera á kart brautinni í Krísuvík eða Njarðvík.
Super-Moto kveðja,
Katoom

Í heimsókn hjá bóndanum

Hluti KTM liðsins, Kalli, Sigurjón og Einar lögðu land undir fót og héldu í Eyjafjörðin til Finns Bónda. Ekki klikkaði stemmingin en hún byrjaði á lagfæringum á malarvagni Bóndans á vinnusvæði Arnarfells þar sem stór Payloader var notaður til að rétta vagninn. Einar fékk svo að fara í gröfu leik á Payloadernum og brosti hringinn þegar fyrsta skóflan var fyllt. Daginn eftir var farið í 7 tíma túr yfir fjöllin og inn að Vaglaskógi í þoku, sól, drullu, snjósköflum ofl. Í lok dagsins var svo ný Moto-Cross braut þeirra Þengils manna skoðuð en hún á að verða tilbúin fyrir 28. júlí. og lítur vel út.
Semsagt allt í lukku fyrir Norðan.
Katoom

Nánari úrslit

Vefnum var að berast nánari úrslit frá Ólafsvík og hafa þær allar verið birtar.  Verið er að vinna í moto 1 í A flokk þar sem verið er að skoða myndbandsupptökur þar sem rafstöðin varð bensínlaus í miðju motoi.  Athuga skal að úrslit í A flokk gefa bara upp fyrstu 5 og svo stig á alla aðra úr moto 2 og 3 en ekki úr moto 1.

Bolalada