Önnur umferð Íslandsmótsins í Motocross fór fram sl. laugardag í sól og blíðu á Ólafsvík. Nýtt þátttökumet var slegið í þessari keppni, en 44 keppendur voru skráðir til leiks, 22 í hvorum flokki. Í fyrsta riðli í A flokki átti Ragnar Ingi mjög gott start, en helsti keppinautur hans, Viggó Viggósson kom fast á hæla hans og stutt á eftir þeim kom Reynir. Einnig voru Helgi Valur og Haukur framarlega. Baráttan var þó aðallega á milli Ragnars, Viggós og Reynis og voru þeir í nokkrum sérflokki í þessum riðli. Viggó barðist hetjulega en náði aldrei að ógna Ragnari neitt að ráði og sigraði hann því nokkuð örugglega í riðlinum með Viggó og Reyni í öðru og þriðja sæti. Í öðrum riðli tók Reynir forystuna fljótlega og hélt henni fram í miðjan riðilinn, en þá náði Ragnar fram úr honum eftir mikla baráttu. Þeir tveir börðust eins og ljón það sem eftir var af riðlinum. Ragnar hafði betur í þeirri baráttu með Reyni á hælunum, Viggó kom svo í mark í þriðja sæti. Í síðasta riðli áttu flestir toppökumennirnir frekar lélega ræsingu og Bjarni Bærings tók forystuna í byrjun. Hann hélt henni þó ekki lengi, því Ragnar og Reynir voru komnir fram úr honum mjög fljótlega. Þeir skiptust á að leiða riðilinn og virtust eiga nóg eftir þrátt fyrir að keppnin væri svona lang komin. Ragnar hafði betur í þessari baráttu, en stöðva þurfti riðilinn áður en tilætlaður keppnistími var liðinn vegna slyss í brautinni. Aldrei er að vita hvernig hefði farið ef riðillinn hefði náð tilætluðum tíma því Reynir virtist eiga mikið inni og var að veita Ragnari harða keppni. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Viggó virtist alveg heillum horfin eftir lélega ræsingu og virtist vera nokkuð sáttur með þriðja sætið í þessum riðli. Ragnar sigraði því í öllum riðlunum og tók forystuna í Íslandsmótinu í Motocross, Viggó er annar og Reynir þriðji. Lesa áfram Motocross í Ólafsvík
Júlí 2001
30.07.01 …að Fjórðungs-sjúkrahúsið á Akureyri verði sennilega næsti “ Big Sponsor“ MX á Akureyri. Það var plenty business alla vikuna meðan menn voru við æfingar í nýju brautinni.
…að vestmannaeyingar eru vinsælir á spítalanum. Akureyskar hjúkkur hitta þá daglega án þess að fara úr vinnunni!
…að norðlenska „Slysó“ eru hrifnir af MX. Loksins einhver alvöru business!
…að einhver spurði: Er skráningin hér fyrir Crossið? Þetta var á Akureyrar Slysó, þar sem sex manns voru í viðgerð.
…að crossarar framtíðarinnar verði: VestmannEyringar.
…að keppnin um vinsældir á „Slýsó“ sé harðari en í brautinni.
…að „blåklæder“ Gaflarar eigi séns í titilinn.
…að bläklæder vinnuföt og hjúkkur eiga vel saman. Þegar hjúkkan kemur, fara menn úr!
…að brautin -v/s Yamaha Haukur 1-0.
…að brautin -v/s Arnór Y-Hauksson 0-1.
…að Varði vann keppnina um allt sem skipti máli. ( Annað en verðlaunasætin ). Flaug inn um morguninn, setti hjólið í gang eftir Ólafsvík, ákvað að þetta væri ekkert mál, endaði sjötti í keppninni, fékk að éta, spilaði á partý gítar fram á morgun og flaug heim! Hvað eru allir hinir að æfa!?!
…að Viggó sannaði kenninguna um týnda hlekkinn. Það eru til apar án viðbeina. Höfuðbeinið er gert sérstaklega þykkt og kemur í stað annarra beina.
…að Argnold mætti í sína fyrstu keppni og vann. Raggi fékk að sitja á!
…að samband Ragga & Argnolds er komið á það stig að venjuleg áfallahjálp er orðin “ Djók“
…að margir, þ.á.m. Frú Raggi.is. eigi erfitt með að skilja samband þeirra.
27.07.01 …að pallaranir á Akureyri séu að hræða stóru strákana. Kannski þetta verði slysacrossið í ár.
24.07.01 …að V Í K hafi samið við Skjá einn um allt hjóla-sjónvarpsefni til næstu þriggja ára og að V Í K fái ekkert í sinn hlut, en á sama tíma hafi aðrir og ekki síður betur búnir til verksins boðið ágætis summu (500.000) fyrir sjónvarpsréttinn en verið vísað frá. Hvers vegna ??????????????
…að fjör sé að færast í brautarmál á Kjalarnesinu. Traktorsgrafa mætt á svæðið og byrjað sé að vinna við fyrsta pallinn.
…að þeir fáu sunnan menn sem hafi skoðað brautina fyrir norðan séu hálf lofthræddir.
24.07.01 …að brautin fyrir norðan sé ekki slæm.
…að menn fari hærra í loftið en áður þekkist.
…að brautin sé svo vel falin í fjallinu að ekki sé mögulegt að finna hanna nema með hjálp GPS eða annara svipaðra leiðsögutækja.
…að norðanmenn ætli að vinna þessa keppni með stæl, og hafi gefið í skin að aðrir ættu litla möguleika á sigri á þeirra heimavelli.
24.07.01 …að einungis 10 efstu keppendurnir í A flokki geti keyrt cross brautina á Akureyri. Stökkpallarnir eru svo svakalegir, brattir og allt uppí 20m á milli tvöföldu pallana. Væntanlega verður engin B-flokkur þar sem keppendur í þeim flokki geti einfaldlega ekki keyrt þess braut. Drengir þetta er að verða all svakalegt.
18.07.01 …að þó nokkuð mikið af verðlistum hafa verið sendir um allt land og margir hörðustu „FÍLA ALLT ANNAÐ EN KTM HJÓL“. Menn séu í einhverjum hugleiðingum því þeir komast ekki í ktm túrinn!
17.07.01… að nokkuð margir hafi verið í Eyjum um helgina. Nokkrir reyndu að fara upp eldjjallið og nokkrum tókst það en ekki Hauk þannig að hann áhvað að reyna aftur næsta morgun, ekki tókst betur en svo að eftir margar tilraunir kom lögginn tók hann og færði á brautina ,þannig að Haukur er kominn með fyrsta nálgunarbann á eldfjallið.
15.07.01 …að Raggi æfi stíft enduro þessa dagana. Það er gert svona: Keyra af stað, sprengja dekk, gera við. Keyra af stað sprengja dekk, gera við. Karlinn þykir orðið nokkuð sleipur í þessu.
15.07.01 …að greinilegt er að sumir sem ekki eiga KTM langi í KTM túrinn
13.07.01 …að í KTM ferðina er einungis boðið KTM hjólum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Gunnar í Krossinum fái ekki samkeppni fráKristilegaTillitslausaMúgnum. Engin þörf á sérstakri tíund á þeim bæ. Hún er nú þegar innheimt.
13.07.01 …að Viggó hafi farið á hausinn og brotið viðbein, ekki gott mál. „Og þó“ Viggó er búinn að finna nýtt lyf frá USA sem á að flýta fyrir bata, og talað er um að ekki þurfi að bíða nema í ca 10 daga þar til beinin eru gróinn saman. Lyfið sem er nýkomið á markað í USA og heitir ( Bone-expresso) hefur reynst það vel að allir helstu íþróttamenn eru komnir með brúsa af efninu.
…að Reynir hafi ekki lengur gaman af því að skreppa upp í Lyklafell til að hjóla, því það sé engin sem geti veitt honum svo mikið sem smá keppni.
…að Yamaha Haukur sé að spá í að fá sér hlaupahjól eftir að Reynir tók hann í nefið í Lyklafellsbrautinni um daginn.
10.07.01 …að B-Racing hafi farið í einhverja svaðalega leyni enduró ferð í átt að á ónefndum jökli. Denni og Jón Bræður ílegndust og neita að fara heim.
10.07.01 …að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró og kross menn í 200 km metra ferð og aðeins 1 hafi klárað ferðina með þeim en það var hinn 12 ára Arnór Hauksson. Hinir flúðu grátandi eða með biluð hjól með skottið á milli lappanna.
02.07.01 …að ef einhver þarf að vita hvernig halda á Cross keppnir, þá er uppskiftin svona: Talið við MotoCross klúbb Ólafsvíkur og biðjið þá að halda viðkomandi keppni í samstarfi við VÍK.
…að MX Púkar landsins hafi aldrei fengið annað eins „Kikk“ og fékkst í Ólafsvík. Mini-Púkarnir fengu sér keppnisbraut og verðlaun. Race-Púkarnir fengu innsýn í framtíðina. Búið að laga brautina sem var með starti, endamarki og bannerum eftir stóru strákana, 30+5sek spjald og start eins og stóru strákarnir með teygju og alles. Tvö Móto með skelfingu foreldra og geeeeðveikri hamingju.
…að verðlauna afhending með kampa-gosi eftir race var toppurinn á helginni.
…að Race púkarnir voru að keyra brautina á 1,30min. Foreldrar: Tíminn nálgast!
…að Ólafsvík Rúlar Feitt í MXi
Heyrst hefur Júní 2001
29.06.01 að vegna „heyrst hefur“ hjá motocross.is varðandi þáttöku ofur-S-ölva á TM hjóli í bikarmótinu um komandi helgi, skal bent á að Jón Magg keyrði í mótinu í fyrra á 250 TM-innu sínu. Er þetta því ekki í fyrsta sinn sem TM tekur þátt í motocrossi á Íslandi.
27.06.01 …að enduro keppnir muni líklega lifa eitthvað áfram. Ekki hafi fundist líklegur jafningi og eftir smá þóf hefur Hjörtur samþykkt að loka í það minnsta þessu ári.
27.06.01 …að S-Ölvi enduró ofurkappi ætli að keppa í fyrsta skipti í motocrossi. Einnig mun þetta vera í fysta skipti sem keppt verður á TM í motocrossi. Hann keppir til sigurs í B-flokki.
…að þau 300 spólför sem eru í Ólafsvíkur- brautinni séu eftir Yamaha Hauk, Gunna bikarmeistara og Arnór framtíðar íslandsmeistara. Þeir voru frá föstudegi til þriðjudags í brautinni og eiga eftir að standa sig ofurvel að venju í keppninni.
25.06.01 …að hluti KTM gengisins ætli norður í vikunni í æfingabúðir til Finns Bónda.
…að bóndinn sé með hópefli námskeið fyrir KTMinga í fiskveiðum og stöngin heiti Dínamit…..
…að viðbeinið í KG sé að lagast og 520 verði lagaður fyrir ferðina.
…að menn bíði spenntir að sjá hvað brotni næst.
…að KG hafi verið á ferð í Breska heimsveldinu í síðustu viku og Steve eyðurmerkur keyrari hafi verið með óvænta uppákomu, surprise.
…að surprise hafi verið Super-Moto keppni á Three Sisters brautinni við Manchester á þriðjudegi, KG var skráður og tilbúinn var komplett galli, framundan var 2 tíma endurance keppni með 4 í liði. 16 hjól og einhverjir minni spámenn eins og Carl Fogarty Superbike champion og David Jeffrais TT lap record holder voru meðal keppanda.
…að Si M TBM ritstjóri sé betri grillari en hjólari.
25.06.01 …að Jónsmessuferð enduro.is hafi ekki verið „Rammevrópsk“ eins og til stóð. JHM mætti á Japana og eyðilagði heildarmyndina. 5 Bergar, 2 KTMar og einmanna DR keyrðu um ókunn lönd Mýra og Hnappadals sýslu, móti sólar upprásinni.
…að Torfi hafi viljað velta sér nakinn í dögginni á Jónsmessunótt. Í leynilegri atkvæðagreiðslu enduro.is ferðalanga hafi það verið samþykkt, ef hann gerði það í fötunum. Það væri of langt eftir af ferðinni og menn treystu sér ekki til að berjast við ógleði fram á morgun.
…að Jónmessuferð enduro.is hófst við Munaðarnes í Borgarfirði á miðnætti og komu menn í bílana aftur kl. 7,30 daginn eftir. Enginn viðurkenndi minnstu þreytumerki.
24.06.01 …að nafn sé komið á nýja hjólið hans Ragga Heimsmeistara. Hjólið heitir KX500-A.S. Borið fram“ Arnold “ á Austurísku, með verulegri gorm-mælgi.
Undirtegund: World Class.
Weight: 99kg
Hp. 68
Torcue: Massive.
Wheel RR: Spinning
Wheel FR: Rising
Price: Ridiculous
Manuf: VH&S
21.06.01 …að enduro.is hefði hæglega geta unnið síðustu keppni. Var meira að segja haldin sérstök verðlaunaafhendinga – æfing fyrir liðsmenn og keyptir nýir gallar í tilefni þess. Tralli fann hinsvegar ekki „any key“ á lyklaborði tímatöku – búnaðarins en hann hafði verið forritaður sérstaklega að þörfum enduro.is.
…að enduro.is voru lang flottastir enda hópuðust allar stelpurnar til þeirra. Ekki komust þær allar að þar sem ekki var hleypt fleiri stelpum inn í trukkinn eftir að Anetta hafði bakkað inn. Þóra, Denna, Ragga, Munda og fleiri dömur fengu ekki aðgang.
21.06.01 …að Mikki og Raggi hafi fengið „enduro ælupest“ eftir keppnina við Húsmúlarétt, og að þeir hafi legið í rúminu allt kvöldið.
18.06.01 …að liðstjóri KTM hafi verið búinn að panta kynskiptiaðgerð handa þeim sem myndi tapa fyrir Annette.
…að það sé spurning hvort Denni fái tímann í staðinn.
18.06.01 …að Bjarnasynir utan Jón keyrðu verr en kelling
…að Þór, Denni, Raggi, Gummi og fleiri vildu einfaldlega taka hana aftanfrá.
…að eini aðilinn sem slasaðist var ljósmyndari MBL en hann fékk grjót í augað.
…að allir ungu keppendurnir ættu að skammast sín. Eingöngu gömlu mennirnir tóku til eftir keppnina.
…að vegna þess hversu margir forða sér á harðahlaupum og nenna ekki að hjálpa til, hvort heldur að leggja braut eða ganga frá er Hjörtur líklega hættur og spurning hvort fleiri endúró keppnir verði með viti.
17.06.01 …að Annette Brindwall hafi sært stolt nokkra karlkeppanda í gær, með stórgóðri keyrslu sinni.
…að Einar Enduro kappi láti ekki þessa nýliða og aðra vera narta í afturdekið hjá sér.
…að aldursmet hafi verið slegið þegar Arnór Yamaha Hauksson aðeins 12 ára gamall hafi tekið þátt og staðið sig stórvel ( 17 sæti af 27 )
…að Viggó þurfi ekki að hafa áhyggjur af refsingum, hann vinnur samt með fantagóðri keyrslu sinni
…að Hjörtur líklegur hafi verið með pottþétta keppni og gott skipulagt.
15.06.01 …að sést hafi til Yamaha Hauks og Hjartar Líklegar bruna út úr bænum snemma í morgun með 400 stikur, 3 km. af borðum og tjaldvagn í eftirdragi á leið upp að Kólviðarhól til þess að leggja brautina fyrir enduróið á morgun.
…að áætlað sé að brautin verði tilbúin til skoðunar um kl. 18:00 í kvöld.
…að það megi aðeins skoða brautina fótgangandi.
15.06.01 …að Team KTM hafi nú flutt inn kvenn keppanda og komi hún frá Svíþjóð.
…að kvennsan heiti Anette Brindwall og sé 29 ára.
…að hún verði falin fyrir Denna.
…að hún hafi keppt í 29 keppnum á síðast ári í Sænska meistaramótinu.
…að hún hafi átt 5 KTM þar af 3 200 EXC.
…að hún fái KTM 200 hjá Team KTM og hjólið sé frá Sigurjóni Bruno yfir mekka og aðstoðar liðsstjóra.
…að KG hafi farið með hana í bíltúr í gærkvöldi og sýnt henni aðstæður.
…að Einar ætli með hana í hjólatúr í Landmannalaugar.
…að Helga hafi sagt að EINAR FÆRI MEÐ HANA í Laugarnar, ekki KG.
…að þetta sé skömm fyrir Íslenska kvennþjóð, að þurfi útlenda konu til að brjóta ísinn.
…að hún sé ákveðin í að leggja í stóru strákana og ætli að keppa í A FLOKKKKK
…að Maarud snakk kosti hana til keppni
…að Team KTM ætli að grilla GOÐA eftir keppni
…að Einar ætli að grilla alla
…að Viggó ætli líka að grilla alla
…að KG grilli bara GOÐA PULSUR
…að nú ættu menn að fara að vara sig……
15.06.01 …að eftir miklar krókaleiðir tókst að fá mynd af Anettu og nafnið sé skammstöfun á Aaahhh nettur pakki.. Sjá mynd.
14.06.01 …að VH&S túrinn á sunnudag hafi boðið upp á flest það sem þykir spennandi við enduro. í boði var. Sól. Bilað hjól. Grjót ( fullt af því ) Start-þúfu-Þreyta, Marblettir og slys með blikkandi station bíl í bæinn. Nánar á www.biker.is
14.06.01 …að þegar gamla gengið hafi verið búið að fá “ eiginlega nóg “ komnir á Sandskeið eftir 50km grjót-slóða hafi Elías 11 ára spurt. Pabbi! Má ég ekki fara nokkra hringi í brautinni meðan þið reddið Togga? Hvernig svara menn svona spurningum?
14.06.01 …að ef startsveifin er hægra meginn, eiga menn að detta á vinstri hliðina. Spyrjið Högna. Hann veit!
14.06.01 …að Heiddi kom alla leið að Norðan til að fara í VH&S Túrinn en! Sagan segir að hann hafi ekki ratað frá Grindavík þennann morgunn.
14.06.01 …að hinir “ Team Husaberg Force“ meðlimirnir Víðir, Ingó ( Komu líka að norðan) og Gummi Púki hafi fattað að eini vegurinn frá Grindjánum endar í Mosó.
14.06.01 …að Björn Súri hafi keyrt hægar en hann haldi. Hann geri það alltaf.
11.06.01 …að Viggóinn hafi verið að stríða Yamaha hauknum í Ólafsvík, náðu mér ef þú getur.
11.06.01 …að haukurinn hafi orðið full æstur í næsta starti og náð forystu í 3 sek, og þar snerist hann hálfhring og síðan verið keyrður niður af öðrum snaróðum Yamaha manni. ( engin nöfn )
11.06.01 …að haukurinn tali ekki lengur við Viggóinn.
11.06.01 …að aðstæður fyrir vestan hafi verið geggjaðar og að hugsanlega verði haldin púkakeppni á færeyskum dögum. ( sunnudegi ) flott það.
08.06.01 …að Sex púkar, 10-13 ára voru alls ráðandi í Lyklafelli á fimmtudagskvöldið. Stoppuðu aldrei nema ef þeim vantaði bensín.
Gamla gengið hraktist úr brautinni og þvældist um nágrennið í leit að endurói. Fundu þoku og súld.
08.06.01 …að Raggi fór með Steina sem „Guide“ fram og aftur N/A Leiðina ( þoka og súld ) og spurði í einlægni eftir á: “ Finnst einhverjum þetta virkilega GAMAN „. Steini svaraði með sannfæringu að þetta væri með því besta sem gerðist! Hann ( Raggi ) myndi skilja þetta þegar hann yrði stór. Þá kæmi kannski sól og maður vissi hvert maður væri að fara.
08.06.01 …að Lopi, sjálfur leiðsögumaðurinn hafi orðið rammvilltur um síðustu helgi eftir að hafa ellt Tölvukallinn um sína heimahaga.
08.06.01 …að þegar alvöru enduro jötnar komu um hádegisbilið síðastliðinn laugardag þeysandi inn í Lambhaga var allt sofandi. Enginn þorði að skríða úr tjöldum og skildu þeir við hópinn jafn hratt og þeir mættu honum.
08.06.01 …að jötnarnir keyrðu inn að Landmannalaugum, óðu snjó, þyrluðu upp ryki og syntu í krapa. Eftir 15 lítra á 4stroke var komið til baka og eftir smá tuð í Lopa var fyllt aftur og haldið áfram.
08.06.01 …að Torfi Hjálmarsson datt en brotnaði ekki!
08.06.01 …að eftir að Torfi datt ákvað hann að keyra til baka, ca 15 mín leið. Palli elti. Um einni klukkustund og tugum kílómetrum síðar er hópurinn staddur upp á fjarlægu fjalli. Heyrir þá í hjólum og 200 metrum neðar sést í Torfa og Palla. Torfi ennþá á leiðinni heim og Palli elti.
08.06.01 …að aðal bóntuskan er Sveinn Markússon. Lagði hann af stað með bakpokann fullan af nesti og bensíni en gleymdi að fylla tankinn. Fékk snafs hér og þar gegn vilyrði um að hann tannburstaði sig, krypi og opnaði síðan munninn.
08.06.01 …að Sveinn keypti loforðin til baka með 33cl af Berg-vatni.
08.06.01 …að jötnarnir hituðu upp á sunnudaginn með alvöru leiðsögn frá hendi Palla Búrfellsálfs um sjálfa virkjunina. Suðurland varð aðeins straumlaust í 8 mínútur en enginn varð var við straum-leysið þar sem Berg-arnir voru ræstir og keyrðir inn á spennana.
08.06.01 …að Berg-vatn er blýlaust og 99+ á daginn en gerjað og 5,2+ á kvöldin.
08.06.01 …að jötnarnir eru allir í enduro.is liðinu. Hinir voru aðdándur og umboðsmenn.
07.06.01 úr herbúðum Enduro.is heyrist
…að „the iceberg“ pittstjóri enduro.is hafi gefist upp á því að vera á reiðhjóli og hefur því fest kaup á Husaberg 400
…að nýr liðsmaður enduro.is verði kynntur á næstu dögum.
…að nýi liðsmaðurinn sé enn einn Bergbróðirinn og sé með enduro-blóð í æðum.
06.06.01 úr herbúðum Castrol liðsins heyrist…
…að það sé ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera flottastir…
…að Tom Webb gabbið hafi heppnast fullkomlega…
…að Castrol liðið biðji þá afsökunar sem hafi orðið fúlir út af gabbinu…
…að Stígur eigandi Castrol setrins í Eyjum geti reddað öllu, þá meinum við ÖLLU…
…að Castrol liðið komi enn flottara til leiks í næstu keppni…
…að þó að Tom Webb hafi ekki komist til landsins þá sé en verið að leita að þriðja manni í liðið og sé Rick Johnson efstur á óskalistanum…
06.06.01 úr herbúðum VH&S heyrist…
…að það eina sem Steini vanmat í crossinu hafi verið afturdekkið á Bergnum hjá Reyni.
…að Raggi hafi verið betri á VH&S hjólinu en á VH&S hjólinu. Verði sennilega enn betri á nýja VH&S hjólinu.
…að Raggi sé fjölþreyfinn!
…að Reynir hafi verið 1,5 – 4 sek.á hring hraðari en allir aðrir í 3ja mótói, þegar sprakk að aftan á Bergnum í 5. hring. Endaði samt í 5. Á sprungnu.
…að Yamaha Haukur rugli öllum sófa pælingum vetrarins.
…að Yamaha sé einmanna.
…að mörgum hafi vantað glussa á tjakkana í 3. Mótói.
…að Árni ætli sér greinilega að vinna ákveðið sæti í sumar. Þar er maður fyrir.
…að Flestir keyrðu brautina eftir minni þegar allt hvarf í þoku og súld eftir fyrsta.
…að Ef keppnir sumarsins verða allar í rigningu, verði að finna upp GPS Radar á hjólin. Gleraugna þróun virðist ekki ná yfir íslenskar aðstæður. Úrslit ráðast jafnt af sjón og minni.
…að Varði hljóti að hafa slegið íslandsmet í krössum miðað við árangur. Flestir keppendur höfðu sögur af stórkostlegum dettum Varða.
…að Varði sé sérstakur í Kawasaki liðinu fyrir að vera á KX250 No-Circuit!
…að Sæþór Braggason sé að banka á dyrnar. Ómi og Siggi Bjarni eru ekki einir að berjast í Eyjum lengur.
…að Steini Tótu hafi húð-skammað SEINgrím fyrir að komast ekki fram úr sér í fyrsta mótói. Umsóknareyðublöð um sæti í B Liðinu séu í pósti.
…að næsta skipun í A Liðið verði eftir aldri. Þeir sem fæddir eru næst aldamótunum 1900, verði í A liðinu. Árangur í keppnum „so far“ styður hugmyndina.
…að Raggi VH&S Meistari sé jafn seinþroska og KTM. Hann þurfi fleiri kúbik en hinir til að komast áfram.
…að hann afsaki sig með sand og drullu brautum á Íslandi miðað við útlendis.
…að Raggi hafi flutt inn nýja afsökunar orðabók frá útlendis.
…að bókin sé “ Hot “ meðal verðandi meistara.
…að Valdi sé búinn að panta 3 eintök. Eitt fyrir pabba, eitt fyrir Steina og þriðja til upplestrar á mannamótum D-mallara.
…að fyrsta æfing Stimpilhringjanna ( Fyrstu undirstærð) hafi verið opin og ber í Dalnum. Stígur „Crosseyjadrottinn“ reddaði Bassamagnara og Steini nauðgaði trommusetti af kokki kvöldsins ásamt dóti úr Pikkanum og úr varð „Mysterysk blanda hljóðs og hávaða“ sem dró viðstadda út úr skápum sínum.
…Að margir hefðu kosið skápa sína læsta þetta kvöld.
05.06.01 …úr herbúðum KTM heyrist…
…að Team KTM noti eingöngu Genuine KTM hjól í liðið, ólíkt öðrum „factory“ liðum…..
…að Helgi Valur sé farinn að hjóla, sippa, hlaupa, og allt það og ætli á toppinn….
….að Einar hafa keppt í Eyjum með Enduro fjöðrun í 520, hann hélt að það yrði svo þægilegt…
…að KTM smíði hjól sem eru tilbúin til keppni en þurfi ekki að raða saman úr hinu og þessu…
…að Steini hafi vanmetið Team KTM eftir MXið í Ólafsvík.
…að JHM sport sjálfur sé búinn að finna nýtt hobbý fyrir fjölskylduna, break dans sýningar um landið…
…að Jón hafi reynt að draga Einar og Kalla á gólfið en þeir verið svo spéhræddir að þeir hafi flúið úr dalnum..
…að Stígur sé „THE“ skemmtanastjórinn í Eyjum…
…að hann hafi fætt á sviðinu í dalnum…
…að Tom Webb mæti til landsins þó síðar verði……
…að sá hlær best sem síðast hlær…
…að KTM 250 SX Racer Xinn fáist á spottprís enda notaður…
04.06.01 …að Tom Webb er umtalaðasti maðurinn í Vestmannaeyjum þessa dagana þar sem koma hans var bara uppspuni í Castrol liðinu, mest til að stríða Kalla og Einari Sig. Hins vegar var Denni bróðir með svarta hárkollu og í hjólagallanum í Herjólfsdal um kvöldið og lék Tom Webb öllum til mikillar skemtunar. Gummi Sig spurði því Tom Webb þessa einu sönnu klassísku línu sem allir útlendingar fá: „Háv dú jú læk æsland?“ og svarið var náttúrulega beint frá hjarta Denna í gerfi Tom Webb “ I don’t like it, but I like the GIRLS ! “
Skráningu lokið
Lokað var fyrir skráningu í motocross world (Ólafsvík) kl. 00:00 í morgunn. 44 keppendur skráðu sig og skiptast þeir jafnt, 22 í A flokk og 22 í B flokk. Nánari upplýsingar um nöfn berast vefnum á morgunn. Vitað er um nokkra púka sem mæta og virðast miklar líkur á því að haldin verði upp púka- keppni fyrir yngri hópinn.
Búið er að redda tjaldstæði fyrir hjólamenn á Ólafsvík. Tjaldstæðið er við bátinn á vinstri hönd þegar keyrt er inn í bæinn. Þar verður klósettaðstaða og örstutt er á aðaltjaldstæðið þar sem öll önnur aðstaða er til fyrirmyndar.
Keppendalisti fyrir Ólafsvík
Búið er að birta keppnislistann fyrir báða flokka. Sjá nánar.
Nýjar motocrossreglur
Gömul útgáfa hefur verið hér á vefnum af motocrossreglunum og hafa nokkur smáatriði breyst í nýjustu útgáfunni sem hefur verið sett inn á vefinn núna.