Vefnum hefur borist bréf frá Hirti þar sem hann lýsir síðustu keppni, eins og hún kom honum fyrir sjónir. Af bréfi þessu má ráða að Hjörtur hefur lagt keppnishalds skóna á hilluna. Við skulum vona að þetta fari eins og með marga aðra góða menn sem hafa gert slíkt hið sama, en þó átt afturkvæmt.
Fyrsti kvennkeppandinn
Skv. frétt Morgunblaðsins í dag verða 27 keppendur í B flokk og er viðbótin sænskur kvennmaður, Anette Brindwall. Vefnum hafa ekki borist neinar upplýsingar né bikini myndir um þennan keppanda en spennandi verður að fylgjast með árangri hennar.
Grein úr júní hefti TBM
Si Melber sem keppti í Þorlákshafnar-enduró hefur skilað sinni vinnu og birtist greinin „Postcard from Iceland“ í nýjasta hefti TBM. Vefurinn hefur tekið sér það glæpsamlega athæfi í hönd að scanna inn greinina og birta hana á vefnum. Lesa áfram Grein úr júní hefti TBM
Bilun hjá Heimsnet
Vefsíða þessi er geymd hjá Halló Heimsnet og er búin að vera ýmist hægvirk eða ekki hægt að nálgast hana síðustu 2 daga. Tölvukallinn hafði upphaflega samband við þá á þriðjudagsskvöldið, aftur á miðvikudaginn og sprakk síðan kl. 17 í dag og hellti úr sínum viskubrunni yfir þá. Tóku þeir kipp og fundu bilun í „router“ Halló Heimsnet sem var kippt í lag. Ljósleiðari hafði farið í sundur á þriðjudaginn og var gerð bráðabirgða breyting á routernum sem síðan truflaði allt samband eftir að ljósleiðarinn komst í lag en gleymst hafði að breyta routernum tilbaka. Bilun þessi var ekki einskorðuð við þennan vef heldur alla vefi sem geymdir eru hjá þeim en enginn hafði kvartað nema tölvukallinn. Vefurinn fékk því sinn eðlilega hraða kl. 18 í dag og tölvukallinn fékk margfaldar þakkir fyrir að hafa verið svona ýtinn og leiðinlegur sem varð síðan til að bilunin fannst og fékk hann loforð um að hlustað verði á hann næst þegar hann opnar munninn. Vonandi hafa sem fæstir orðið fyrir óþægindum.
79 keppendur
Skráning fór fram í V&S í gærkveldi og hefur verið lokað fyrir hana. 79 keppendur ákváðu að spreyta sig. 26 í B flokk og 53 í A flokk. 14 lið skráðu sig og eru það þau sömu og voru í síðustu keppni. Upplýsingar um hverjir keppa berast vefnum í kvöld. Nauðsynlegt er fyrir keppendur að kynna sér pistil keppnisstjóra.
Skráning í næstu keppni
Nú er komið að skráningu í keppni tvö af þrem til Íslandsmeistara í enduro. Keppnin verður haldin við Litlu Kaffistofuna rétt utan við Reykjavík. Fyrirkomulag skráningar er það sama og verið hefur nema til viðbótar geta menn nú skráð sig á vefnum. Nánari upplýsingar er að sjá undir „Dagatal og úrslit“ hér til hliðar. Athugið að allar upplýsingar eru veittar á „need to know basis“ þannig að mæting klukkan og fleira birtist síðar. Þess má geta að eftir síðasta „fellibyl“ tók VÍK þá ákvörðun að gefa öllum mx verslunum kost á að sjá um skráningu í keppnirnar, þó einni í einu. Verslun Vélhjól_og_Sleðar mun sjá um skráningu í þess keppni.