Hjólasýning um helgina

Þetta ætlar að verða með betri helgum fyrir þá sem eru fastir í bænum.  Verslunin Moto er með hjólatúr á laugardaginn.  Verslunin Vélhjól & Sleðar er með annan hjólatúr á sunnudaginn og síðan er hægt að fleyta rjómann ofanaf og kíkja á sýningu hjá Suzuki umboðinu frá 10-16 á laugardaginn og frá 13-17 á sunnudaginn.  Meðal þess sem kynnt verður er nýr RM250 og RM125 ásamt DR-Z400E (nýr litur), fjórhjól og hefbundin götuhjól og hippar.

Allir velkomnir á sunnudaginn

VH&S verður með skipulagða dagsferð á sunnudaginn.  Mæting er á hádegi í gryfjurnar við Mosfellsbæ.  Allar nánari upplýsingar er að finna á vef VH&S.

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ

MotoMos er að tækla bæjaryfirvöld vegna afnota af landi.  Meðfylgjandi er svar Bæjaryfirvalda ásamt athugasemdum frá MotoMos.

Bréf frá Mosfellsbæ til MotoMos.
Málefni: Erindi vélhjólaklúbbsins MotoMos um afnot af landi á Leirvogstungumelum.
Á 29, fundi skipulags og bygginganefndar Mosfellsbæjar 29 mai 2001 var fyrirspurn yðar til umfjöllunar og svohljóðandi bókun var gerð:
Vísun frá fundi íþrótta og tómstundanefndar þ. 8. mai 2001.
Frestað.
Næsti fundur skipulags og bygginganefnadar verður haldinn þ. 12 júní 2001,
Virðingarfyllst,
f.h. Tækni og umhverfissviðs:
Tryggvi Jónsson, Bæjartæknifræðingur. ( Tilvitn. líkur )

Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem eru í nefndinni eru þessa dagana að leita að leið til að sleppa frá hugsanlegri ábyrgð á braut handa okkur. Ef þeir finna aðferð fljótlega til að senda þetta eitthvert annað innan bæjarkerfisins gera þeir það á næstu vikum.  Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir tækla þá staðreynd að mörg minni bæjarfélög landsins, t.d. Selfoss. Þorlákshöfn, Ólafsvík, Akureyri, Grindavík, Vestmannaeyjar og fleiri á leiðinni, sýna mun meiri vilja til að halda þeirri traffík og innkomu sem fylgir íþróttum í sinni heimabyggð.  Það er ljóst að með hverri keppni koma yfir 100 keppendur og aðstoðarmenn auk áhorfenda. Allir skilja eitthvað eftir í þjónustufyrirtækjum viðkomandi bæjarfélags.  Á meðan verðum við að halda gryfjunum í horfinu, án þess að eyða eða reikna með of miklu í málið.
Við höldum okkar striki þó hægt fari.
MotoMos:)

Lambhagi – Fávitaháttur

Landvörður Lambhaga og nærliggjandi svæðis gaf sig á tal við umsjónarmann vefsíðunnar og talaði um miklar gróðurskemmdir.  Mikil vinna hefur verið lögð í uppgræðslu sem síðan er fótum troðin í algjöru virðingarleysi af einhverjum hjólamanni / mönnum.  Þetta svæði ásamt fleirum á landinu er í stuttu máli frábært hjólasvæði.  Með þessu áframhaldi verða komin upp skilti þar sem hjól eru bönnuð og þegar það gerist þá eru þau komin til að vera.  Svæðið er morandi í slóðum sem hreinn draumur er að keyra.  Sá mikli fjöldi hjólamanna sem hefur í gegnum árin notið þessa hjólasvæðis án athugasemda og í vinsemd Landvarðar mun hálshöggva, húðfletta og tæta í sig hvern þann sem sést til eða fréttist af vera valdandi að gróðurskemmdum.  Það fáránlegasta af öllu er að einmitt á þessu svæði þar sem allt er morandi í slóðum, þurfa menn að vera frekar heilalausir verði þeir valdir að skemmdum.
Vefurinn auglýsir því „open season“ á alla heilalausa og greiðir 800 krónur fyrir bensínhöndina og 270 krónur aukalega ef úlnliðurinn fylgir.

Allir velkomnir í hjólatúr

Laugardaginn 9 júní býður Verslunin MOTO og KTM Ísland öllum hjólamönnum og konum í hjólatúr. Lagt verður upp frá Kolviðarhól kl. 12.  Menn eru beðnir um að mæta klukkan 11.  Ferðin er 4-5 klst. með óvæntum uppákomum og reyndum leiðastjórum.  Jón Guð og Einar eru að plotta leiðina en túrin er fyrir „ALLA“ óreynda sem reynda.  Lágmarksbensín fyrir tvígengishjólin er 12 lítrar þannig að menn verða að vera með aukabensín með sér.

Bolalada