top of page

STJÓRN VÍK

Núverandi stjórnar & nefndarmenn.

sjalfbodavinna_edited.jpg

Pétur Smárason

Formaður MX-Brauta 

& Stjórnarmaður

Pétur er límið sem heldur okkur saman, hann er uppfullur af eldmóð og brennur fyrir starfið og það er óhætt að segja að án hans værum við ekki þar sem við erum í dag. Pétur hefur setið á mótorhjóli frá unga aldri en eyðir nú frístundum sínum í traktór til að betrumbæta brautir á Bolaöldu svæðinu jafnframt er hann frábært keppnisstjóri.

JÓNATANN_edited.jpg

Jónatan Þór Halldórsson

Formaður Umhverfisnefndar

Jónatan er Bolaalda og blæðir fyrir Bolaöldu, slóðarnir og MX-Brautirnar okkar eiga hug hanns og hjarta. Einnig hefur hann  gífurlegan áhuga á öllu því stafi sem viðkemur svæðinu. 

Daði Þór Halldórsson_edited.jpg

Daði Þór Halldórsson

Stjórnarmaður

Daði er okkar helsti Vélamaður og er heilinn á bakvið stærri framkvæmdir á svæðinu, jafnframt því að vera hönnuðurinn og smiðurinn af okkar ægilega herfi. Hjartað slær Enduro  en elskar að búa til MX-Brautir.

ásta_edited.jpg

Ásta Petrea Hannesdóttir

Formaður Kvenna nefndar

& Varamaður í stjórn

Ásta er þjálfari, keppandi og hefur lagt grunninn af kvennastarfi VÍK sem er að blómstar um þessar mundir. Á meðan hún er ekki að æfa, þjálfa eða keppa þá er hún í því að eflastarfið fyrir konur í VÍK.

guðbjartur_edited.jpg

Guðbjartur Ægir Ágústsson

Formaður Barana/unglinga-starfs

& Stjórnarmaður

Guðbjartur lítur svo á að grasrótin sé grunnurinn af því stafi sem við vinnum í VÍK. Guðbjartur er maðurinn á bakvið skipulagið á okkar ungliðastafi.

tedda_edited.jpg

Theodora Björk Heimisdóttir

Endurskoðandi

Flestir þekkja hana sem Teddu, en Tedda er okkar endurskoðandi. En hún er líka miklu meira það fáar konur hafa lagt eins mikið af sér til að efla sportið á Íslandi líkt og Tedda hefur gert, grjót harður hjólari og keppandi.

gatli_edited_edited.jpg

Garðar Atli Jóhannsson

Formaður Hard Enduro nefndar

Gatli er okkar maður þegar það kemur að Hard-Enduro, Gatli er heilinn á bakvið Víkingar Bolaalda og blæðir fyrir Bolaöldusvæðið.

einar_edited.jpg

Einar Sverrir Sigurðsson

Endurskoðandi

Einar sennilega hraðasti og harðasti endurskoðandi á reikningum sem finnst. Það væri sennilega hægt að skrifa nokkur bindi af afrekum hanns í sportinu enda verið keppandi síðan menn fóru á keppa á torfæruhjólum.

maggi_edited.jpg

Magnús Árnason

Formaður Markaðs & Kynningar nefndar

Maggi Árna er okkar maður þegar það kemur að markaðs og kynningarmálum enda hokinn af reynslu í þeim efnum.

WhatsApp Image 2023-08-02 at 11.22_edited.jpg

Arnar Snær Rafnsson

Formaður stjórnar

Arnar "El Capitan" er maðurinn sem heldur stjórinni á jörðinni.

bottom of page