1. og 2. umferð Íslandsmótsins í enduro.
Haldin á Hellu 13.maí 2006.
Keppendur: Um 120 keppendur í Meistaradeild og
Skipuleggjendur: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH)
Veður: Skýjað á köflum, 8° – 9° hiti, örlítil úrkoma
Fyrri frétt og nokkrar myndir eru hér
Fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í enduro fór fram á Hellu laugardaginn 13.maí sl. Enduro er Spænskt orð og þýðir úthald. Orðið vísar til þess hvað keppnin gengur út á, þ.e. ekið er í langan tíma og það reynir á úthald keppenda. Þessi íþrótt hefur átt ört vaxandi vinsældum að fagna á Íslandi undanfarin ár. Um 120 keppendur tóku þátt. Veðrið var mjög gott þótt það hafi aðeins rignt undir lokin sem var ágætis rykbinding. Brautin var lögð að mestu leyti í landssvæði Landgræðslunnar en einnig var hluti hennar lagður í landi Varmadals. Var brautin lögð á því svæði sem hefur verið nýtt undir torfærukeppnir undanfarna áratugi. Þetta svæði býður upp á frábæra aðstöðu fyrir bæði keppendur og áhorfendur.
Hart var barist í
Meistaradeildin fór af stað með miklum látum. Aron Ómarsson númer 66, Einar Sverrir Sigurðarson númer 4, Gunlaugur Karlsson númer 111, Kári Jónsson númer 46, og
Heilt á litið fór keppnin vel fram. Keppendur og áhorfendur almennt ánægðir með keppnina. Þó varð eitt óhapp sem skyggði örlítið á daginn en betur fór en á horfði og var einungis um tognun að ræða.
Næstu tvær umferðir í enduro verða haldnar 1.júlí á Akureyri en rétt er að geta að næst á keppnisdagskránni er stærsta mót sumarsins. Um er að ræða bikarmót sem verður haldið á Kirkjubæjarklaustri þann 27.maí n.k. í landi Efri-Víkur.